Enski boltinn

Tímabilið búið hjá Origi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Origi borinn af velli á miðvikudag.
Origi borinn af velli á miðvikudag. Vísir/Getty
Divock Origi verður frá næstu 6-8 vikurnar og mun því ekki spila meira á tímabilinu samkvæmt fréttaflutningi á Englandi í kvöld.

Origi var borinn af velli í grannaslag Liverpool og Everton á miðvikudagskvöld eftir að Ramiro Funes Mori, varnarmaður Everton, traðkaði á honum.

Í fyrstu var óttast að Origi, sem skoraði fyrsta mark Liverpool í 4-0 sigri liðsins, væri ökklabrotinn en Jürgen Klopp sagði strax eftir leik að meiðslin væru ekki það slæm.

Sjá einnig: Eiður Smári hneykslaður á tæklingu Funes Mori | Origi ekki brotinn

Tíðindin eru engu að síður vond fyrir Liverpool sem er komið í undanúrslit Evrópudeildar UEFA og hefur þegar misst miðjumennina Emre Can og Jordan Henderson út tímabilið.

Funes Mori baðst afsökunar á broti sínu í dag en hann var harkalega gagnrýndur fyrir bæði brotið og hegðun sína eftir að hann fékk rauða spjaldið í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×