Tilraunir til norræns sambandsríkis hafa alltaf misheppnast Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2014 21:00 Óraunæft er að Norðurlöndin myndi með sér sambandsríki á næstu áratugum að mati stjórnmálafræðings. Til þess sé þjóðerniskennd of sterk í ríkjunum og hagsmunir að mörgu leyti ólíkir. Íslendingar hafi hins vegar alltaf hagnast einna mest norrænu ríkjanna á samstarfi þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, eru meðal níu flutningsmanna tillögu vinstri- og miðjuflokka á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um að færa samstarf Norðurlandanna meira í átt til sambandsríkis. Þannig megi rjúfa hindranir fyrir dýpra sambandi þjóðanna á sem flestum sviðum. „Nei, það er ekki raunhæft að Norðurlöndin geti orðið sambandsríki. Það er einfaldlega það mikil þjóðernishyggja í öllum þessum ríkjum. Þau eru öll svo upptekin af eigin ágæti og sjá sjálf sig í rauninni sem betri en nágrannaríkin, þannig að ég sé ekki að menn fari að deila völdum innan einhvers tiltekins sambandsríkis,“ segir Baldur sem hefur lagt stund á rannsóknir á stöðu smáríkja. Norðurlandaþjóðirnar hafa auðvitað um áratugaskeið haft með sér náið samstarf. En Íslendingar hafa kannski hagnast mest á því. Og það er vegna smæðar landsins segir Baldur. Þá hafi þjóðirnar einnig unnið mikið saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna. „Og það er í vissum málaflokkum sem þjóðirnar gætu klárlega unnið enn nánar saman. Þá ber helst að nefna mannúðarmál, mannréttindamál, til dæmis réttindi kvenna eða vinna að umhverfisvernd á alþjóðavettvangi. Svo má líka nefna norðurskautið og norðurslóðamálefni,“ segir Baldur. Hins vegar hafi verið andstaða við það innan Norðurlandanna að færa vald til alþjóðlegra stofnana. „Ef við förum yfir söguna þá hafa allar stórar og miklar hugmyndir um nána samvinnu Norðurlandanna farið út um þúfur og ástæðan fyrir því er nokkuð fjölþætt,“ segir Baldur. Fyrir utan andstöðuna við framsal valds séu efnahagslegir hagsmunir norðurlandaþjóðanna mismundandi og evrópusamvinnan og evrópusamruninn hafi boðið betur í þessu samhengi, þótt norðurlandasamvinnan sé mikilvæg. „Norðurlandasamvinnan skiptir miklu máli fyrir okkar daglega líf þótt við sjáum það kannski ekki alltaf og áttum okkur ekki á því,“ segir Baldur Þórhallsson. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira
Óraunæft er að Norðurlöndin myndi með sér sambandsríki á næstu áratugum að mati stjórnmálafræðings. Til þess sé þjóðerniskennd of sterk í ríkjunum og hagsmunir að mörgu leyti ólíkir. Íslendingar hafi hins vegar alltaf hagnast einna mest norrænu ríkjanna á samstarfi þeirra. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, og Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, eru meðal níu flutningsmanna tillögu vinstri- og miðjuflokka á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi um að færa samstarf Norðurlandanna meira í átt til sambandsríkis. Þannig megi rjúfa hindranir fyrir dýpra sambandi þjóðanna á sem flestum sviðum. „Nei, það er ekki raunhæft að Norðurlöndin geti orðið sambandsríki. Það er einfaldlega það mikil þjóðernishyggja í öllum þessum ríkjum. Þau eru öll svo upptekin af eigin ágæti og sjá sjálf sig í rauninni sem betri en nágrannaríkin, þannig að ég sé ekki að menn fari að deila völdum innan einhvers tiltekins sambandsríkis,“ segir Baldur sem hefur lagt stund á rannsóknir á stöðu smáríkja. Norðurlandaþjóðirnar hafa auðvitað um áratugaskeið haft með sér náið samstarf. En Íslendingar hafa kannski hagnast mest á því. Og það er vegna smæðar landsins segir Baldur. Þá hafi þjóðirnar einnig unnið mikið saman innan alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna. „Og það er í vissum málaflokkum sem þjóðirnar gætu klárlega unnið enn nánar saman. Þá ber helst að nefna mannúðarmál, mannréttindamál, til dæmis réttindi kvenna eða vinna að umhverfisvernd á alþjóðavettvangi. Svo má líka nefna norðurskautið og norðurslóðamálefni,“ segir Baldur. Hins vegar hafi verið andstaða við það innan Norðurlandanna að færa vald til alþjóðlegra stofnana. „Ef við förum yfir söguna þá hafa allar stórar og miklar hugmyndir um nána samvinnu Norðurlandanna farið út um þúfur og ástæðan fyrir því er nokkuð fjölþætt,“ segir Baldur. Fyrir utan andstöðuna við framsal valds séu efnahagslegir hagsmunir norðurlandaþjóðanna mismundandi og evrópusamvinnan og evrópusamruninn hafi boðið betur í þessu samhengi, þótt norðurlandasamvinnan sé mikilvæg. „Norðurlandasamvinnan skiptir miklu máli fyrir okkar daglega líf þótt við sjáum það kannski ekki alltaf og áttum okkur ekki á því,“ segir Baldur Þórhallsson.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fleiri fréttir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Sjá meira