Innlent

Tilfinningaþrungin stund þegar samstarfsmenn minntust Ward og Parker

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Fréttamennirnir áttu erfitt með að halda aftur af tárunum.
Fréttamennirnir áttu erfitt með að halda aftur af tárunum.
Samstarfsmenn Alison Parker og Adam Ward á sjónvarpsstöðinni WDBJ7 minntust þeirra með hjartnæmri ræðu og stuttri þögn í dag, sólarhringi eftir að þau voru skotin í beinni útsendingu. Parker og Ward létust í gær eftir að fyrrum samstarfsmaður þeirra, Vester Lee Flanagan, hóf að skjóta á þau þar sem þau fluttu frétt í beinni útsendingu.

„Við erum að nálgast augnablik sem ekkert okkar mun nokkurn tímann gleyma,“ sagði Kimberly McBroom, en hún var fréttamaður í setti þegar skotárásin varð. „Það var í gær á þessum tíma sem við sendum beint á Alison Parker og fréttaljósmyndarann Adam Ward.,“ hélt hún klökk áfram.

Fréttamennirnir taka höndum saman í myndbandinu og veita hvert öðru styrk þar sem þau þakka áhorfendum  fyrir sýndan stuðning. „Við erum öll í sárum, eins og sést. En við munum, með tímanum og með stuðningi vina okkar, ykkar, verða heil á ný.“

Please take a moment today to pause and reflect to remember Alison Parker and Adam Ward. Gone, but never forgotten.

Posted by WDBJ7 on Thursday, August 27, 2015

Tengdar fréttir

Árásarmaðurinn er látinn

Vester Flanagan sem einnig gekk undir nafninu Bryce Williams, skaut tvær manneskjur til bana og særði eina konu í beinni útsendingu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×