Erlent

Þvinganir ekki liður í nýju köldu stríði

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
„Ef Rússland heldur áfram á sömu braut, mun kostnaður landsins halda áfram að aukast,“ sagði Barak Obama, forseti Bandaríkjanna, í dag. „Dagurinn í dag er áminning um að Bandaríkin meini það sem við segjum. Við munum virkja alþjóðasamfélagið í því að standa vörð um réttindi og frelsi fólks víðsvegar um heiminn.“

Tilefni ummæla Obama er að í dag hertu Bandaríkin og Evrópusambandið viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi vegna ástandsins í Úkraínu.

Þvinganirnar beinast gegn vopnasölu, orkuframleiðslu og fjármálastofnunum Rússlands. Þrír ríkisreknir bankar í Rússlandi munu eiga erfiðara með að nálgast erlent fjármagn og Obama segir að þvinganirnar muni gera veikbyggðan efnahag Rússlands enn veikari.

„Þvinganirnar eru ekki hluti af nýju köldu stríði,“ sagði Obama. Hann sagði Rússa þurfa að samþykkja að íbúar Úkraínu geti mótað eigin framtíð.

Í tilkynningu frá Evrópusambandinu stóða að þvinganirnar væru viðvörun. Að ólögleg innlimun hluta annarra landa og að ýta undir óöldu í öðrum löndum muni ekki viðgangast á 21. öldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×