Erlent

Þúsundir flýja átök við Mosúl

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Fjölskylda á flótta frá þorpinu Bajwaniyah, sem er um 30 kílómetra suður af Mosúl.
Fjölskylda á flótta frá þorpinu Bajwaniyah, sem er um 30 kílómetra suður af Mosúl. Nordicphotos/AFP
Harðir bardagar hafa geisað í næsta nágrenni borgarinnar Mosúl í Írak. Íraski stjórnarherinn hefur ásamt hersveitum Kúrda sótt að borginnisíðan á mánudag.

Þúsundir almennra borgara hafa flúið frá Mosúl og nágrannabyggðum. Margir hafa farið yfir landamærin til Sýrlands og leitað skjóls í flóttamannabúðum þar.

Talið er að meira en milljón manns búi í borginni og nágrannabyggðum hennar. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök segja hættu á því að allt að milljón manns flýi átökin sem í vændum eru.

Daish-samtökin svonefndu, sem kalla sig Íslamskt ríki, hafa haft Mosúl á sínu valdi í meira en tvö ár. Þar eru nú helstu bækistöðvar samtakanna í Írak, en talið er að um fimm til sex þúsund liðsmenn vígasveitanna haldi þar til. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu


Tengdar fréttir

Íbúar Mosul óttast ofbeldi

Írakski herinn segir minnst tuttugu þorp umhverfis borgina hafa verið frelsuð úr haldi ISIS.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×