Erlent

Þungavopn færð af víglínunum í Úkraínu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Úkraínuher og aðskilnaðarsinnar munu draga stórskotalið og brynvarða bíla af 30 kílómetra breiðu svæði í Austur-Úkraínu. Hreyfingarnar eru liður í samkomulagi sem náðist á milli stjórnvalda í Kænugarði og í Moskvu síðasta föstudag.

Samkvæmt því munu bæði Úkraínuher og aðskilnaðarsinnar færa þungavopn sín fimmtán kílómetra frá víglínum. Er þar talað um stórskotabyssur og skriðdreka. Þannig á að skapa ákveðið hlutlaust svæði á milli fylkinga.

Þrátt fyrir að vopnahlé sé í gildi hafa bardagar geysað víða í Austur-Úkraínu.

Reuters fréttaveitan hefur eftir Andri Lysenko, talsmanni Úkraínuhers, að tveir hermenn hafi fallið í stórskotaárásum aðskilnaðarsinna um helgina. Þrátt fyrir það hafi þeir fundið fyrir mikilli fækkun árása undanfarna daga. Þá hafa þeir ekki orðið varir við árásir frá Rússlandi heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×