Þrjú börn ættleidd til einhleypra á árinu ÞEB skrifar 1. nóvember 2012 08:00 Mynd úr safni. Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína. „Ég fékk Árna í fangið 24. janúar og það var dásamleg stund. Hann var spurður hvort hann vissi hver þetta væri og hann sagði á tékknesku „þetta er mamma mín"." Þetta segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, sem ættleiddi soninn Árna Zdenék frá Tékklandi í byrjun ársins. Ásta Bjarney varð fyrsta einhleypa manneskjan til að ættleiða barn erlendis frá í fimm ár. Önnur einhleyp kona hefur síðan ættleitt barn frá Tógó. Þriðja konan á von á sínu barni innan skamms. Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Því ákvað félagið að setja umsóknir einhleypra á hliðarlista, og á þeim fjórum árum sem þeir voru í notkun söfnuðust um þrjátíu einhleypir einstaklingar á listann, sem vildu ættleiða barn en gátu ekki hafið ferlið. Eftir að málin voru skoðuð nánar var ákveðið að leggja hliðarlistann niður og hefja ættleiðingar einhleypra á nýjan leik. Nú taka öll löndin sem félagið starfar með við umsóknum frá einhleypum með mismunandi skilyrðum. „Mér finnst þetta bara alveg rosalega ánægjulegt ferli allt saman. […] Hann var alltaf ofsalega ákveðinn í því að ég væri mamma hans og hann var greinilega búinn að bíða eftir mér." Útlit er fyrir að átján börn verði ættleidd hingað til lands á þessu ári, einu færra en í fyrra. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur ættleiðingum fækkað mikið milli ára, til að mynda fækkaði þeim um rúm 60 prósent í Noregi. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem ættleiðingar standa í stað, þótt þær séu talsvert færri en mest hefur verið. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira
Tvær íslenskar, einhleypar konur hafa ættleitt börn erlendis frá á þessu ári. Sú þriðja fær sitt barn í hendurnar innan skamms. Þetta eru fyrstu ættleiðingar einhleypra hingað til lands frá árinu 2007, en ættleiðingarnar stöðvuðust þá vegna breytinga á reglum í Kína. „Ég fékk Árna í fangið 24. janúar og það var dásamleg stund. Hann var spurður hvort hann vissi hver þetta væri og hann sagði á tékknesku „þetta er mamma mín"." Þetta segir Ásta Bjarney Elíasdóttir, sem ættleiddi soninn Árna Zdenék frá Tékklandi í byrjun ársins. Ásta Bjarney varð fyrsta einhleypa manneskjan til að ættleiða barn erlendis frá í fimm ár. Önnur einhleyp kona hefur síðan ættleitt barn frá Tógó. Þriðja konan á von á sínu barni innan skamms. Eftir að reglur breyttust í Kína í ársbyrjun 2007 var talið að Íslensk ættleiðing gæti ekki sent umsóknir frá einhleypum til nokkurs lands. Því ákvað félagið að setja umsóknir einhleypra á hliðarlista, og á þeim fjórum árum sem þeir voru í notkun söfnuðust um þrjátíu einhleypir einstaklingar á listann, sem vildu ættleiða barn en gátu ekki hafið ferlið. Eftir að málin voru skoðuð nánar var ákveðið að leggja hliðarlistann niður og hefja ættleiðingar einhleypra á nýjan leik. Nú taka öll löndin sem félagið starfar með við umsóknum frá einhleypum með mismunandi skilyrðum. „Mér finnst þetta bara alveg rosalega ánægjulegt ferli allt saman. […] Hann var alltaf ofsalega ákveðinn í því að ég væri mamma hans og hann var greinilega búinn að bíða eftir mér." Útlit er fyrir að átján börn verði ættleidd hingað til lands á þessu ári, einu færra en í fyrra. Á öllum hinum Norðurlöndunum hefur ættleiðingum fækkað mikið milli ára, til að mynda fækkaði þeim um rúm 60 prósent í Noregi. Ísland er eina ríkið á Norðurlöndunum þar sem ættleiðingar standa í stað, þótt þær séu talsvert færri en mest hefur verið.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Sjá meira