Innlent

Enn einn Íslendingurinn handtekinn í stóru fíkniefnamáli

Þrír hafa verið handteknir í tengslum við stóra fíkniefnamálið sem greint var frá í september. Áður höfðu sjö Íslendingar, þrír Danir og einn Frakki verið handteknir. Nú hafa þrír verið handteknir í Noregi.

Þar af er íslenskur karlmaður á fertugsaldri sem búsettur er í Stavanger, sambýliskona hans og 41 árs gamall Norðmaður. Þau eru sökuð um að hafa haft undir höndum mörg kíló af amfetamíni. Verjandi konunnar og Norðmannsins segir að þau neiti sök. Héraðsblaðið Rogalandsavisen segir hins vegar að sá íslenski játi.

Eins og fréttastofa sagði frá á dögunum er Guðmundur Ingi Þóroddsson grunaður höfuðpaur í málinu. Mennirnir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla 34 kílóum af amfetamíni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×