Þreyttur en alsæll hópur flóttafólks kominn á leiðarenda Þórhildur Þorkelsdóttir og Bjarki Ármannsson skrifa 19. janúar 2016 20:45 Þessi ungi maður var skiljanlega þreyttur eftir langt og krefjandi ferðalag frá Beirút til Akureyrar. Vísir/Sveinn 35 sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag en þetta er fyrsti hópur flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi. Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút. Um er að ræða sex fjölskyldur, fjórar sem búsettar verða á Akureyri og tvær sem búsettar verða í Kópavogi. Fréttamenn biðu þeirra á flugvellinum og var rætt við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, í fréttatíma Stöðvar 2.Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút.Vísir/Anton BrinkKhattab flúði Sýrland ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra árið 2012 og segir börnin sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Hann segist ekki hafa þekkt til Íslands þegar hann fékk fyrst að vita að fjölskylda hans gæti verið á leið þangað. „Okkur var sagt að það væri mjög kalt,“ segir hann. „Allir sögðu að það væri eins og frystir og við skyldum vanda okkur við valið. En svo heyrðum við um góða fólkið sem lýsti yfir stuðningi við okkur. Við sáum að þessi þjóð væri hjartagóð svo við ákváðum að þetta yrði í lagi.“Vísir/Anton BrinkMeirihluti þeirra sem komu til landsins í dag eru börn og voru mörg þeirra kát á flugvellinum, þrátt fyrir langt ferðalag, og búin að teikna íslenska og sýrlenska fána og skilaboð á borð við „Thank you Iceland“ eða „Takk Ísland.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni áður en haldið var áfram til Akureyrar og Kópavogs.Vísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/StefánVísir/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni.Vísir/Anton Brink Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11 Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
35 sýrlenskir flóttamenn komu til landsins síðdegis í dag en þetta er fyrsti hópur flóttamanna sem boðin hefur verið búseta á Íslandi. Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút. Um er að ræða sex fjölskyldur, fjórar sem búsettar verða á Akureyri og tvær sem búsettar verða í Kópavogi. Fréttamenn biðu þeirra á flugvellinum og var rætt við einn fjölskylduföður í hópnum, Khattab al Mohammed, í fréttatíma Stöðvar 2.Það var sannarlega tilfinningaþrungin stund á Leifsstöð þegar tekið var á móti flóttamönnunum eftir tæplega sólarhringsferðalag frá Beirút.Vísir/Anton BrinkKhattab flúði Sýrland ásamt konu sinni, börnum sínum sex og ömmu þeirra árið 2012 og segir börnin sín ekki hafa gengið í skóla frá þeim tíma. Hann segist ekki hafa þekkt til Íslands þegar hann fékk fyrst að vita að fjölskylda hans gæti verið á leið þangað. „Okkur var sagt að það væri mjög kalt,“ segir hann. „Allir sögðu að það væri eins og frystir og við skyldum vanda okkur við valið. En svo heyrðum við um góða fólkið sem lýsti yfir stuðningi við okkur. Við sáum að þessi þjóð væri hjartagóð svo við ákváðum að þetta yrði í lagi.“Vísir/Anton BrinkMeirihluti þeirra sem komu til landsins í dag eru börn og voru mörg þeirra kát á flugvellinum, þrátt fyrir langt ferðalag, og búin að teikna íslenska og sýrlenska fána og skilaboð á borð við „Thank you Iceland“ eða „Takk Ísland.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni áður en haldið var áfram til Akureyrar og Kópavogs.Vísir/Anton BrinkVísir/Anton BrinkVísir/StefánVísir/StefánSigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku þátt í sérstakri heiðursmóttöku fyrir fólkið á flugstöðinni.Vísir/Anton Brink
Tengdar fréttir Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30 Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11 Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Stuðningsfjölskyldur Rauða krossins undirbúa komu flóttafólks Sex sýrlenskar flóttafjölskyldur koma til landsins á morgun. 18. janúar 2016 16:30
Ekkert óeðlilegt við að fólk hætti við að koma Upplýsingafulltrúi velferðarráðuneytisins segir að alltaf megi búast við að fólk sem boðin hefur verið búseta hér á landi hætti við að koma. 19. janúar 2016 13:11
Sex sýrlenskar fjölskyldur koma í dag Rauði krossinn hefur undanfarnar vikur hamast við að undirbúa íbúðir fyrir fjölskyldurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. 19. janúar 2016 06:00