Þöggun Gestur Jónsson skrifar 17. janúar 2014 06:00 Brynjar Níelsson alþingismaður, einn reyndasti verjandi landsins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, birti grein á Pressunni fyrir nokkrum dögum þar sem hann gagnrýndi dóminn í svokölluðu Al Thani-máli. Grein Brynjars var verðmætt og um sumt óvenjulegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu að því leyti að hún var skrifuð á grundvelli góðrar þekkingar á viðfangsefninu. Brynjar gagnrýndi niðurstöður dómsins og færði fram sannfærandi rök fyrir niðurstöðum sínum. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma sáu stærstu fjölmiðlar landsins ekki ástæðu til þess að ræða við Brynjar um efni greinarinnar eða fjalla um hana með öðrum hætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gekk fram fyrir skjöldu og benti á í viðtali að svo virtist sem hér væri skipuleg þöggun fjölmiðla um mál sem væru þeim ekki að skapi. Taldi Jón Steinar óhugsandi að í nokkru öðru landi gæti það gerst að jafn hvöss gagnrýni og Brynjar lét frá sér yrði ekki tilefni umræðu um málefnið enda varðar það sjálft réttarríkið. Þessar athafnir Brynjars og Jóns Steinars hafa nú orðið Steingrími J. Sigfússyni tilefni til þess að leggja til að Alþingi fjalli sérstaklega um „tilraunir manna til að hafa áhrif á niðurstöðu dómstóla í málum sem tengjast hruninu“. Haft er eftir þingmanninum hvort „…ekki sé ástæða til þess að viðeigandi þingnefndir sem gætu verið allsherjarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa stöðu.“ Netmiðillinn visir.is hafði eftir Steingrími 8. apríl 2011, en þá var hann fjármálaráðherra, eftirfarandi orð um bankamennina sem hann hafði látið falla í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon: „Við reynum að hundelta þessa gaura. Saksóknari, skatturinn og Serious Fraud Office í Bretlandi eru allir í því að reyna að ná í alla peninga sem hægt er að sækja, jafnvel til Tortóla, Lúxemborg eða hvert það er…“ Ég trúi því að réttarríkið sé mikilvægt. Réttarríkið byggist m.a. á því enginn verði sakfelldur án réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Maður sé talinn saklaus nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi. Dómar séu birtir og eðlilegt tilefni rökræðu. Málefnaleg umræða um dómsmál er af hinu góða. Órökstudd stóryrði stjórnmálamanns og tilraun til þess að þagga niður umræðu um grundvallarmál þjóna hinu gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Sæstrengjasteypa Bjarni Már Magnússon Skoðun Hommar í sjónvarpinu Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Löglegt skutl Fastir pennar Mannauður í mjólkinni Ari Edwald og Inga Guðrún Birgisdóttir Skoðun Hættum griðkaupum Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Hamskipti húsa Skoðun Forgangsröðun Hörður Ægisson Fastir pennar Veðmál forsetans Jón Kaldal Fastir pennar Skoðun Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson alþingismaður, einn reyndasti verjandi landsins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, birti grein á Pressunni fyrir nokkrum dögum þar sem hann gagnrýndi dóminn í svokölluðu Al Thani-máli. Grein Brynjars var verðmætt og um sumt óvenjulegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu að því leyti að hún var skrifuð á grundvelli góðrar þekkingar á viðfangsefninu. Brynjar gagnrýndi niðurstöður dómsins og færði fram sannfærandi rök fyrir niðurstöðum sínum. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma sáu stærstu fjölmiðlar landsins ekki ástæðu til þess að ræða við Brynjar um efni greinarinnar eða fjalla um hana með öðrum hætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gekk fram fyrir skjöldu og benti á í viðtali að svo virtist sem hér væri skipuleg þöggun fjölmiðla um mál sem væru þeim ekki að skapi. Taldi Jón Steinar óhugsandi að í nokkru öðru landi gæti það gerst að jafn hvöss gagnrýni og Brynjar lét frá sér yrði ekki tilefni umræðu um málefnið enda varðar það sjálft réttarríkið. Þessar athafnir Brynjars og Jóns Steinars hafa nú orðið Steingrími J. Sigfússyni tilefni til þess að leggja til að Alþingi fjalli sérstaklega um „tilraunir manna til að hafa áhrif á niðurstöðu dómstóla í málum sem tengjast hruninu“. Haft er eftir þingmanninum hvort „…ekki sé ástæða til þess að viðeigandi þingnefndir sem gætu verið allsherjarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa stöðu.“ Netmiðillinn visir.is hafði eftir Steingrími 8. apríl 2011, en þá var hann fjármálaráðherra, eftirfarandi orð um bankamennina sem hann hafði látið falla í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon: „Við reynum að hundelta þessa gaura. Saksóknari, skatturinn og Serious Fraud Office í Bretlandi eru allir í því að reyna að ná í alla peninga sem hægt er að sækja, jafnvel til Tortóla, Lúxemborg eða hvert það er…“ Ég trúi því að réttarríkið sé mikilvægt. Réttarríkið byggist m.a. á því enginn verði sakfelldur án réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Maður sé talinn saklaus nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi. Dómar séu birtir og eðlilegt tilefni rökræðu. Málefnaleg umræða um dómsmál er af hinu góða. Órökstudd stóryrði stjórnmálamanns og tilraun til þess að þagga niður umræðu um grundvallarmál þjóna hinu gagnstæða.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar