Þöggun Gestur Jónsson skrifar 17. janúar 2014 06:00 Brynjar Níelsson alþingismaður, einn reyndasti verjandi landsins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, birti grein á Pressunni fyrir nokkrum dögum þar sem hann gagnrýndi dóminn í svokölluðu Al Thani-máli. Grein Brynjars var verðmætt og um sumt óvenjulegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu að því leyti að hún var skrifuð á grundvelli góðrar þekkingar á viðfangsefninu. Brynjar gagnrýndi niðurstöður dómsins og færði fram sannfærandi rök fyrir niðurstöðum sínum. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma sáu stærstu fjölmiðlar landsins ekki ástæðu til þess að ræða við Brynjar um efni greinarinnar eða fjalla um hana með öðrum hætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gekk fram fyrir skjöldu og benti á í viðtali að svo virtist sem hér væri skipuleg þöggun fjölmiðla um mál sem væru þeim ekki að skapi. Taldi Jón Steinar óhugsandi að í nokkru öðru landi gæti það gerst að jafn hvöss gagnrýni og Brynjar lét frá sér yrði ekki tilefni umræðu um málefnið enda varðar það sjálft réttarríkið. Þessar athafnir Brynjars og Jóns Steinars hafa nú orðið Steingrími J. Sigfússyni tilefni til þess að leggja til að Alþingi fjalli sérstaklega um „tilraunir manna til að hafa áhrif á niðurstöðu dómstóla í málum sem tengjast hruninu“. Haft er eftir þingmanninum hvort „…ekki sé ástæða til þess að viðeigandi þingnefndir sem gætu verið allsherjarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa stöðu.“ Netmiðillinn visir.is hafði eftir Steingrími 8. apríl 2011, en þá var hann fjármálaráðherra, eftirfarandi orð um bankamennina sem hann hafði látið falla í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon: „Við reynum að hundelta þessa gaura. Saksóknari, skatturinn og Serious Fraud Office í Bretlandi eru allir í því að reyna að ná í alla peninga sem hægt er að sækja, jafnvel til Tortóla, Lúxemborg eða hvert það er…“ Ég trúi því að réttarríkið sé mikilvægt. Réttarríkið byggist m.a. á því enginn verði sakfelldur án réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Maður sé talinn saklaus nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi. Dómar séu birtir og eðlilegt tilefni rökræðu. Málefnaleg umræða um dómsmál er af hinu góða. Órökstudd stóryrði stjórnmálamanns og tilraun til þess að þagga niður umræðu um grundvallarmál þjóna hinu gagnstæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson alþingismaður, einn reyndasti verjandi landsins og fyrrverandi formaður Lögmannafélags Íslands, birti grein á Pressunni fyrir nokkrum dögum þar sem hann gagnrýndi dóminn í svokölluðu Al Thani-máli. Grein Brynjars var verðmætt og um sumt óvenjulegt innlegg í íslenska þjóðmálaumræðu að því leyti að hún var skrifuð á grundvelli góðrar þekkingar á viðfangsefninu. Brynjar gagnrýndi niðurstöður dómsins og færði fram sannfærandi rök fyrir niðurstöðum sínum. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma sáu stærstu fjölmiðlar landsins ekki ástæðu til þess að ræða við Brynjar um efni greinarinnar eða fjalla um hana með öðrum hætti. Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, gekk fram fyrir skjöldu og benti á í viðtali að svo virtist sem hér væri skipuleg þöggun fjölmiðla um mál sem væru þeim ekki að skapi. Taldi Jón Steinar óhugsandi að í nokkru öðru landi gæti það gerst að jafn hvöss gagnrýni og Brynjar lét frá sér yrði ekki tilefni umræðu um málefnið enda varðar það sjálft réttarríkið. Þessar athafnir Brynjars og Jóns Steinars hafa nú orðið Steingrími J. Sigfússyni tilefni til þess að leggja til að Alþingi fjalli sérstaklega um „tilraunir manna til að hafa áhrif á niðurstöðu dómstóla í málum sem tengjast hruninu“. Haft er eftir þingmanninum hvort „…ekki sé ástæða til þess að viðeigandi þingnefndir sem gætu verið allsherjarnefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fari yfir þessa stöðu.“ Netmiðillinn visir.is hafði eftir Steingrími 8. apríl 2011, en þá var hann fjármálaráðherra, eftirfarandi orð um bankamennina sem hann hafði látið falla í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon: „Við reynum að hundelta þessa gaura. Saksóknari, skatturinn og Serious Fraud Office í Bretlandi eru allir í því að reyna að ná í alla peninga sem hægt er að sækja, jafnvel til Tortóla, Lúxemborg eða hvert það er…“ Ég trúi því að réttarríkið sé mikilvægt. Réttarríkið byggist m.a. á því enginn verði sakfelldur án réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Maður sé talinn saklaus nema sekt hans sé sönnuð fyrir dómi. Dómar séu birtir og eðlilegt tilefni rökræðu. Málefnaleg umræða um dómsmál er af hinu góða. Órökstudd stóryrði stjórnmálamanns og tilraun til þess að þagga niður umræðu um grundvallarmál þjóna hinu gagnstæða.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar