Innlent

Steingrímur í Harmageddon: Hundeltum þessa gaura

„Við reynum að hundelta þessa gaura. Saksóknari, skatturinn og Serious Fraud Office í Bretlandi eru allir í því að reyna að ná í alla peninga sem hægt er að sækja, jafnvel til Tortóla, Lúxemborg eða hvert það er. Fá þá inn í búið og þá ganga þeir í upp að borga Icesave. Það er sanngjarnt og rétt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Rætt var við Steingrím í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu 977 í dag. Þar var hann spurður hvort að almenningur væri með Icesave samningnum að greiða fyrir útrásarvíkinga og annað sukk. „Að uppistöðu til erum við að láta gamla bankann sjálfan borga. Það er snilldin við þessa samninga. Allt sem eftir er af verðmætum í þessu svartholi sem þarna er fer í að borga Icesave vegna þess að Icesave er langstærsta krafan í bú gamla Landsbankans. Það er forgangskrafa í búið og nánast allir peningar sem eftir eru og hægt er að sækja frá þessum gaurum inn í Landsbankann fara í að borga Icesave og vonandi þurfum við ekki að borga neitt.“

Steingrímur sagði nei-ið ávísun á nýjan óvissuleiðangur. „Við eigum þennan kost að útkljá þetta leiðindamál með mjög hagstæðu samkomulagi,“ sagði Steingrímur og bætti við um síðustu tilraun væri að ræða til að leysa málið með samningaleiðinni.

Hægt er að hlusta á Harmageddon hér. Viðtalið við Steingrím hefst þegar rúmlega 117:50 mínútur eru liðnar af þættinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×