Þjófnaður að rukka ferðamenn Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. júní 2014 20:00 Héraðsdómur Suðurlands féllst í apríl á lögbannskröfu íslenska ríkisins á innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi. Svokallað staðfestingarmál verður flutt fyrir héraðsdómi í fyrramálið en að því loknu tekur lögbannið endanlega gildi.Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysi, segir það ósanngjarnt að lagt sé lögbann á gjaldtöku félagsins, á meðan aðrir landeigendur séu látnir óáreittir. „Þá spyr maður sig, erum við svona öðruvísi en allir hinir. Erum við ekki jafn réttháir og aðrir. Er eignarréttur okkar eitthvað minna virði heldur en annara. Ég tel að núna hafi átt sér stað mismunun, þar sem ríkið sem minnihlutaeigandi á Geysissvæðinu hafi haldið á sínum málum með þessum hætti.“ Hann segir með engu móti hægt að spá hverjar lyktir málsins verða. Hann hafi þó áhyggjur af næsta sumri „Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hitti mig fyrir þremur vikum og þá ætlaði hún að hitta mig í kaffisopa núna um mánaðarmótin og ég vona að það standi og við finnum einhverja lausn sem gæti orðið virk fyrir næsta sumar. En þetta ástand gengur ekki lengur, því miður. Fjöldi gesta sem hingað koma er orðinn það ríkulega mikill að við getum hreinlega ekki haldið svona áfram.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir málið ekki flókið. „Staðreyndin er sú, að samkvæmt náttúruverndarlögum, að þá er einkaaðilum óheimil gjaldtaka við náttúrugersemar, nema samkvæmt þar til gerðum samningi við Umhverfisstofnun. Þeir samningar eru ekki fyrir hendi.“ Ögmundur segir lögregluna þurfa að stöðva ólögmæta gjaldtöku. „Ef að lögreglan sér að það er verið að hafa fé af fólki á ólögmætan hátt, það er kallað þjófnaður eða stuldur, þá stöðvar lögreglan slíkt. Ég skil ekki hvers vegna hún gerir það ekki. Og ég skil ekkert í ríkisstjórninni, og stjórnvöldum almennt, að grípa ekki í taumanna. Ef svona fer fram, þá er það ávísun á niðurbrot á réttarríki,“ segir Ögmundur. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands féllst í apríl á lögbannskröfu íslenska ríkisins á innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi. Svokallað staðfestingarmál verður flutt fyrir héraðsdómi í fyrramálið en að því loknu tekur lögbannið endanlega gildi.Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysi, segir það ósanngjarnt að lagt sé lögbann á gjaldtöku félagsins, á meðan aðrir landeigendur séu látnir óáreittir. „Þá spyr maður sig, erum við svona öðruvísi en allir hinir. Erum við ekki jafn réttháir og aðrir. Er eignarréttur okkar eitthvað minna virði heldur en annara. Ég tel að núna hafi átt sér stað mismunun, þar sem ríkið sem minnihlutaeigandi á Geysissvæðinu hafi haldið á sínum málum með þessum hætti.“ Hann segir með engu móti hægt að spá hverjar lyktir málsins verða. Hann hafi þó áhyggjur af næsta sumri „Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hitti mig fyrir þremur vikum og þá ætlaði hún að hitta mig í kaffisopa núna um mánaðarmótin og ég vona að það standi og við finnum einhverja lausn sem gæti orðið virk fyrir næsta sumar. En þetta ástand gengur ekki lengur, því miður. Fjöldi gesta sem hingað koma er orðinn það ríkulega mikill að við getum hreinlega ekki haldið svona áfram.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir málið ekki flókið. „Staðreyndin er sú, að samkvæmt náttúruverndarlögum, að þá er einkaaðilum óheimil gjaldtaka við náttúrugersemar, nema samkvæmt þar til gerðum samningi við Umhverfisstofnun. Þeir samningar eru ekki fyrir hendi.“ Ögmundur segir lögregluna þurfa að stöðva ólögmæta gjaldtöku. „Ef að lögreglan sér að það er verið að hafa fé af fólki á ólögmætan hátt, það er kallað þjófnaður eða stuldur, þá stöðvar lögreglan slíkt. Ég skil ekki hvers vegna hún gerir það ekki. Og ég skil ekkert í ríkisstjórninni, og stjórnvöldum almennt, að grípa ekki í taumanna. Ef svona fer fram, þá er það ávísun á niðurbrot á réttarríki,“ segir Ögmundur.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira