Þjófnaður að rukka ferðamenn Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 29. júní 2014 20:00 Héraðsdómur Suðurlands féllst í apríl á lögbannskröfu íslenska ríkisins á innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi. Svokallað staðfestingarmál verður flutt fyrir héraðsdómi í fyrramálið en að því loknu tekur lögbannið endanlega gildi.Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysi, segir það ósanngjarnt að lagt sé lögbann á gjaldtöku félagsins, á meðan aðrir landeigendur séu látnir óáreittir. „Þá spyr maður sig, erum við svona öðruvísi en allir hinir. Erum við ekki jafn réttháir og aðrir. Er eignarréttur okkar eitthvað minna virði heldur en annara. Ég tel að núna hafi átt sér stað mismunun, þar sem ríkið sem minnihlutaeigandi á Geysissvæðinu hafi haldið á sínum málum með þessum hætti.“ Hann segir með engu móti hægt að spá hverjar lyktir málsins verða. Hann hafi þó áhyggjur af næsta sumri „Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hitti mig fyrir þremur vikum og þá ætlaði hún að hitta mig í kaffisopa núna um mánaðarmótin og ég vona að það standi og við finnum einhverja lausn sem gæti orðið virk fyrir næsta sumar. En þetta ástand gengur ekki lengur, því miður. Fjöldi gesta sem hingað koma er orðinn það ríkulega mikill að við getum hreinlega ekki haldið svona áfram.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir málið ekki flókið. „Staðreyndin er sú, að samkvæmt náttúruverndarlögum, að þá er einkaaðilum óheimil gjaldtaka við náttúrugersemar, nema samkvæmt þar til gerðum samningi við Umhverfisstofnun. Þeir samningar eru ekki fyrir hendi.“ Ögmundur segir lögregluna þurfa að stöðva ólögmæta gjaldtöku. „Ef að lögreglan sér að það er verið að hafa fé af fólki á ólögmætan hátt, það er kallað þjófnaður eða stuldur, þá stöðvar lögreglan slíkt. Ég skil ekki hvers vegna hún gerir það ekki. Og ég skil ekkert í ríkisstjórninni, og stjórnvöldum almennt, að grípa ekki í taumanna. Ef svona fer fram, þá er það ávísun á niðurbrot á réttarríki,“ segir Ögmundur. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands féllst í apríl á lögbannskröfu íslenska ríkisins á innheimtu gjalds af ferðamönnum við Geysi. Svokallað staðfestingarmál verður flutt fyrir héraðsdómi í fyrramálið en að því loknu tekur lögbannið endanlega gildi.Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysi, segir það ósanngjarnt að lagt sé lögbann á gjaldtöku félagsins, á meðan aðrir landeigendur séu látnir óáreittir. „Þá spyr maður sig, erum við svona öðruvísi en allir hinir. Erum við ekki jafn réttháir og aðrir. Er eignarréttur okkar eitthvað minna virði heldur en annara. Ég tel að núna hafi átt sér stað mismunun, þar sem ríkið sem minnihlutaeigandi á Geysissvæðinu hafi haldið á sínum málum með þessum hætti.“ Hann segir með engu móti hægt að spá hverjar lyktir málsins verða. Hann hafi þó áhyggjur af næsta sumri „Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, hitti mig fyrir þremur vikum og þá ætlaði hún að hitta mig í kaffisopa núna um mánaðarmótin og ég vona að það standi og við finnum einhverja lausn sem gæti orðið virk fyrir næsta sumar. En þetta ástand gengur ekki lengur, því miður. Fjöldi gesta sem hingað koma er orðinn það ríkulega mikill að við getum hreinlega ekki haldið svona áfram.“Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, segir málið ekki flókið. „Staðreyndin er sú, að samkvæmt náttúruverndarlögum, að þá er einkaaðilum óheimil gjaldtaka við náttúrugersemar, nema samkvæmt þar til gerðum samningi við Umhverfisstofnun. Þeir samningar eru ekki fyrir hendi.“ Ögmundur segir lögregluna þurfa að stöðva ólögmæta gjaldtöku. „Ef að lögreglan sér að það er verið að hafa fé af fólki á ólögmætan hátt, það er kallað þjófnaður eða stuldur, þá stöðvar lögreglan slíkt. Ég skil ekki hvers vegna hún gerir það ekki. Og ég skil ekkert í ríkisstjórninni, og stjórnvöldum almennt, að grípa ekki í taumanna. Ef svona fer fram, þá er það ávísun á niðurbrot á réttarríki,“ segir Ögmundur.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira