Erlent

Þjóðfylkingin talin sigurstranglegust

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Þjóðfylkingin er undir stjórn Marine Le Pen.
Þjóðfylkingin er undir stjórn Marine Le Pen. vísir/epa
Frakkar ganga að kjörborðinu í dag í sveitarstjórnarkosningum í landinu. Búist er við að úrslitin muni sýna stuðning þjóðarinnar við ríkisstjórnina og viðbrögð hennar við árásunum, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Kannanir benda til þess að Þjóðfylkingin, National Front, vinni sigur í kosningunum og fái flest atkvæði í sex héruðum af þrettán eftir fyrstu umferð kosninga. Þá er íhaldsflokki Nicolas Sarkozi, fyrrverandi forseta Frakklands, einnig spáð góðu gengi, en samanlagt hafa þessir tveir flokkar mælst með þrjátíu prósent í könnunum.

Sósíalistaflokkur Francois Holland Frakklandsforseta mælist einungis með 22 prósenta stuðning, þrátt fyrir aukna ánægju með forsetann, og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við árásunum.

Enn er hæsta viðbúnaðarstig í gildi í Frakklandi og verður mikil öryggisgæsla við kjörstaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×