Þingflokkum myndi fækka um einn Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júní 2015 07:00 Björt Framtíð myndi ekki ná kjörnum manni á Alþingi ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi 3,3 prósent atkvæða. Píratar yrðu langstærsti flokkurinn og fengju 37,5 prósent atkvæða. Þeir myndu fá 26 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn á þingi, fengi 29,5 prósent og 20 þingmenn kjörna. Það er einum þingmanni meira en flokkurinn fékk kjörna í síðustu alþingiskosningum. Brynhildur Pétursdóttir, varaformaður þingflokks Bjartrar framtíðar, segir að niðurstöðurnar komi sér á óvart. Hún bendir á að þegar best lét hafi flokkurinn farið nærri 20 prósenta fylgi í könnunum. Ekki sé endilega hægt að gera ráð fyrir að slíkt fylgi haldist. „En mér hefði fundist að við ættum að geta hangið í kjörfylgi og frekar bætt í. Þannig að mér finnst þetta vera áhyggjuefni,“ segir hún. Tvö ný framboð náðu kjörnum þingmönnum í síðustu kosningum. Það voru Björt framtíð og Píratar. Fyrrnefndi flokkurinn fékk 8,3 prósent atkvæða en sá síðarnefndi fékk 5,1 prósent. Fylgi þessara tveggja framboða í könnunum hefur þróast með mjög ólíku móti á þessu ári. Á meðan Píratar bæta við sig fylgi minnkar fylgið við Bjarta framtíð. Í könnun Fréttablaðsins í nóvember á síðasta ári voru Píratar með 9,2 prósenta fylgi, en Björt framtíð með 12,5 prósent. Eftir áramót fór fylgi Píratanna svo að aukast og hefur vaxið umtalsvert á milli kannana. Í könnun Fréttablaðsins 18. og 19. mars var Björt framtíð með 9 prósenta fylgi en Píratar með 29,1 prósent.Brynhildur Pétursdóttir„Píratar eru klárlega að taka fylgi af okkur og öllum væntanlega,“ segir Brynhildur. Hún segir að þeir sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarflokkanna og ættu kannski að sjá Bjarta framtíð sem valkost geri það einhverra hluta vegna ekki. „Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir hún. Það sé augljóst að Björt framtíð nái ekki að koma því til skila sem flokkurinn sé að gera. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar yrði ekki mynduð tveggja flokka stjórn án Pírata. Í fyrsta sinn mælast þeir nú með það mikið fylgi að þeir gætu valið sér tvenns konar tveggja flokka stjórn. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum yrði það 46 manna meirihluti. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Samfylkingunni yrði það 33 manna meirihluti. Þingmenn eru 63 og því getur minnsti mögulegi þingmeirihluti verið skipaður 32 þingmönnum. Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira
Björt Framtíð myndi ekki ná kjörnum manni á Alþingi ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi 3,3 prósent atkvæða. Píratar yrðu langstærsti flokkurinn og fengju 37,5 prósent atkvæða. Þeir myndu fá 26 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn á þingi, fengi 29,5 prósent og 20 þingmenn kjörna. Það er einum þingmanni meira en flokkurinn fékk kjörna í síðustu alþingiskosningum. Brynhildur Pétursdóttir, varaformaður þingflokks Bjartrar framtíðar, segir að niðurstöðurnar komi sér á óvart. Hún bendir á að þegar best lét hafi flokkurinn farið nærri 20 prósenta fylgi í könnunum. Ekki sé endilega hægt að gera ráð fyrir að slíkt fylgi haldist. „En mér hefði fundist að við ættum að geta hangið í kjörfylgi og frekar bætt í. Þannig að mér finnst þetta vera áhyggjuefni,“ segir hún. Tvö ný framboð náðu kjörnum þingmönnum í síðustu kosningum. Það voru Björt framtíð og Píratar. Fyrrnefndi flokkurinn fékk 8,3 prósent atkvæða en sá síðarnefndi fékk 5,1 prósent. Fylgi þessara tveggja framboða í könnunum hefur þróast með mjög ólíku móti á þessu ári. Á meðan Píratar bæta við sig fylgi minnkar fylgið við Bjarta framtíð. Í könnun Fréttablaðsins í nóvember á síðasta ári voru Píratar með 9,2 prósenta fylgi, en Björt framtíð með 12,5 prósent. Eftir áramót fór fylgi Píratanna svo að aukast og hefur vaxið umtalsvert á milli kannana. Í könnun Fréttablaðsins 18. og 19. mars var Björt framtíð með 9 prósenta fylgi en Píratar með 29,1 prósent.Brynhildur Pétursdóttir„Píratar eru klárlega að taka fylgi af okkur og öllum væntanlega,“ segir Brynhildur. Hún segir að þeir sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarflokkanna og ættu kannski að sjá Bjarta framtíð sem valkost geri það einhverra hluta vegna ekki. „Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir hún. Það sé augljóst að Björt framtíð nái ekki að koma því til skila sem flokkurinn sé að gera. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar yrði ekki mynduð tveggja flokka stjórn án Pírata. Í fyrsta sinn mælast þeir nú með það mikið fylgi að þeir gætu valið sér tvenns konar tveggja flokka stjórn. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum yrði það 46 manna meirihluti. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Samfylkingunni yrði það 33 manna meirihluti. Þingmenn eru 63 og því getur minnsti mögulegi þingmeirihluti verið skipaður 32 þingmönnum.
Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent „Það er allt svart þarna inni“ Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Sjá meira