Þingflokkum myndi fækka um einn Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júní 2015 07:00 Björt Framtíð myndi ekki ná kjörnum manni á Alþingi ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi 3,3 prósent atkvæða. Píratar yrðu langstærsti flokkurinn og fengju 37,5 prósent atkvæða. Þeir myndu fá 26 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn á þingi, fengi 29,5 prósent og 20 þingmenn kjörna. Það er einum þingmanni meira en flokkurinn fékk kjörna í síðustu alþingiskosningum. Brynhildur Pétursdóttir, varaformaður þingflokks Bjartrar framtíðar, segir að niðurstöðurnar komi sér á óvart. Hún bendir á að þegar best lét hafi flokkurinn farið nærri 20 prósenta fylgi í könnunum. Ekki sé endilega hægt að gera ráð fyrir að slíkt fylgi haldist. „En mér hefði fundist að við ættum að geta hangið í kjörfylgi og frekar bætt í. Þannig að mér finnst þetta vera áhyggjuefni,“ segir hún. Tvö ný framboð náðu kjörnum þingmönnum í síðustu kosningum. Það voru Björt framtíð og Píratar. Fyrrnefndi flokkurinn fékk 8,3 prósent atkvæða en sá síðarnefndi fékk 5,1 prósent. Fylgi þessara tveggja framboða í könnunum hefur þróast með mjög ólíku móti á þessu ári. Á meðan Píratar bæta við sig fylgi minnkar fylgið við Bjarta framtíð. Í könnun Fréttablaðsins í nóvember á síðasta ári voru Píratar með 9,2 prósenta fylgi, en Björt framtíð með 12,5 prósent. Eftir áramót fór fylgi Píratanna svo að aukast og hefur vaxið umtalsvert á milli kannana. Í könnun Fréttablaðsins 18. og 19. mars var Björt framtíð með 9 prósenta fylgi en Píratar með 29,1 prósent.Brynhildur Pétursdóttir„Píratar eru klárlega að taka fylgi af okkur og öllum væntanlega,“ segir Brynhildur. Hún segir að þeir sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarflokkanna og ættu kannski að sjá Bjarta framtíð sem valkost geri það einhverra hluta vegna ekki. „Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir hún. Það sé augljóst að Björt framtíð nái ekki að koma því til skila sem flokkurinn sé að gera. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar yrði ekki mynduð tveggja flokka stjórn án Pírata. Í fyrsta sinn mælast þeir nú með það mikið fylgi að þeir gætu valið sér tvenns konar tveggja flokka stjórn. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum yrði það 46 manna meirihluti. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Samfylkingunni yrði það 33 manna meirihluti. Þingmenn eru 63 og því getur minnsti mögulegi þingmeirihluti verið skipaður 32 þingmönnum. Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Björt Framtíð myndi ekki ná kjörnum manni á Alþingi ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi 3,3 prósent atkvæða. Píratar yrðu langstærsti flokkurinn og fengju 37,5 prósent atkvæða. Þeir myndu fá 26 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn á þingi, fengi 29,5 prósent og 20 þingmenn kjörna. Það er einum þingmanni meira en flokkurinn fékk kjörna í síðustu alþingiskosningum. Brynhildur Pétursdóttir, varaformaður þingflokks Bjartrar framtíðar, segir að niðurstöðurnar komi sér á óvart. Hún bendir á að þegar best lét hafi flokkurinn farið nærri 20 prósenta fylgi í könnunum. Ekki sé endilega hægt að gera ráð fyrir að slíkt fylgi haldist. „En mér hefði fundist að við ættum að geta hangið í kjörfylgi og frekar bætt í. Þannig að mér finnst þetta vera áhyggjuefni,“ segir hún. Tvö ný framboð náðu kjörnum þingmönnum í síðustu kosningum. Það voru Björt framtíð og Píratar. Fyrrnefndi flokkurinn fékk 8,3 prósent atkvæða en sá síðarnefndi fékk 5,1 prósent. Fylgi þessara tveggja framboða í könnunum hefur þróast með mjög ólíku móti á þessu ári. Á meðan Píratar bæta við sig fylgi minnkar fylgið við Bjarta framtíð. Í könnun Fréttablaðsins í nóvember á síðasta ári voru Píratar með 9,2 prósenta fylgi, en Björt framtíð með 12,5 prósent. Eftir áramót fór fylgi Píratanna svo að aukast og hefur vaxið umtalsvert á milli kannana. Í könnun Fréttablaðsins 18. og 19. mars var Björt framtíð með 9 prósenta fylgi en Píratar með 29,1 prósent.Brynhildur Pétursdóttir„Píratar eru klárlega að taka fylgi af okkur og öllum væntanlega,“ segir Brynhildur. Hún segir að þeir sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarflokkanna og ættu kannski að sjá Bjarta framtíð sem valkost geri það einhverra hluta vegna ekki. „Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir hún. Það sé augljóst að Björt framtíð nái ekki að koma því til skila sem flokkurinn sé að gera. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar yrði ekki mynduð tveggja flokka stjórn án Pírata. Í fyrsta sinn mælast þeir nú með það mikið fylgi að þeir gætu valið sér tvenns konar tveggja flokka stjórn. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum yrði það 46 manna meirihluti. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Samfylkingunni yrði það 33 manna meirihluti. Þingmenn eru 63 og því getur minnsti mögulegi þingmeirihluti verið skipaður 32 þingmönnum.
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira