Þingflokkum myndi fækka um einn Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. júní 2015 07:00 Björt Framtíð myndi ekki ná kjörnum manni á Alþingi ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi 3,3 prósent atkvæða. Píratar yrðu langstærsti flokkurinn og fengju 37,5 prósent atkvæða. Þeir myndu fá 26 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn á þingi, fengi 29,5 prósent og 20 þingmenn kjörna. Það er einum þingmanni meira en flokkurinn fékk kjörna í síðustu alþingiskosningum. Brynhildur Pétursdóttir, varaformaður þingflokks Bjartrar framtíðar, segir að niðurstöðurnar komi sér á óvart. Hún bendir á að þegar best lét hafi flokkurinn farið nærri 20 prósenta fylgi í könnunum. Ekki sé endilega hægt að gera ráð fyrir að slíkt fylgi haldist. „En mér hefði fundist að við ættum að geta hangið í kjörfylgi og frekar bætt í. Þannig að mér finnst þetta vera áhyggjuefni,“ segir hún. Tvö ný framboð náðu kjörnum þingmönnum í síðustu kosningum. Það voru Björt framtíð og Píratar. Fyrrnefndi flokkurinn fékk 8,3 prósent atkvæða en sá síðarnefndi fékk 5,1 prósent. Fylgi þessara tveggja framboða í könnunum hefur þróast með mjög ólíku móti á þessu ári. Á meðan Píratar bæta við sig fylgi minnkar fylgið við Bjarta framtíð. Í könnun Fréttablaðsins í nóvember á síðasta ári voru Píratar með 9,2 prósenta fylgi, en Björt framtíð með 12,5 prósent. Eftir áramót fór fylgi Píratanna svo að aukast og hefur vaxið umtalsvert á milli kannana. Í könnun Fréttablaðsins 18. og 19. mars var Björt framtíð með 9 prósenta fylgi en Píratar með 29,1 prósent.Brynhildur Pétursdóttir„Píratar eru klárlega að taka fylgi af okkur og öllum væntanlega,“ segir Brynhildur. Hún segir að þeir sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarflokkanna og ættu kannski að sjá Bjarta framtíð sem valkost geri það einhverra hluta vegna ekki. „Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir hún. Það sé augljóst að Björt framtíð nái ekki að koma því til skila sem flokkurinn sé að gera. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar yrði ekki mynduð tveggja flokka stjórn án Pírata. Í fyrsta sinn mælast þeir nú með það mikið fylgi að þeir gætu valið sér tvenns konar tveggja flokka stjórn. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum yrði það 46 manna meirihluti. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Samfylkingunni yrði það 33 manna meirihluti. Þingmenn eru 63 og því getur minnsti mögulegi þingmeirihluti verið skipaður 32 þingmönnum. Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Björt Framtíð myndi ekki ná kjörnum manni á Alþingi ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Fréttablaðsins. Flokkurinn fengi 3,3 prósent atkvæða. Píratar yrðu langstærsti flokkurinn og fengju 37,5 prósent atkvæða. Þeir myndu fá 26 þingmenn kjörna. Sjálfstæðisflokkurinn yrði næststærsti flokkurinn á þingi, fengi 29,5 prósent og 20 þingmenn kjörna. Það er einum þingmanni meira en flokkurinn fékk kjörna í síðustu alþingiskosningum. Brynhildur Pétursdóttir, varaformaður þingflokks Bjartrar framtíðar, segir að niðurstöðurnar komi sér á óvart. Hún bendir á að þegar best lét hafi flokkurinn farið nærri 20 prósenta fylgi í könnunum. Ekki sé endilega hægt að gera ráð fyrir að slíkt fylgi haldist. „En mér hefði fundist að við ættum að geta hangið í kjörfylgi og frekar bætt í. Þannig að mér finnst þetta vera áhyggjuefni,“ segir hún. Tvö ný framboð náðu kjörnum þingmönnum í síðustu kosningum. Það voru Björt framtíð og Píratar. Fyrrnefndi flokkurinn fékk 8,3 prósent atkvæða en sá síðarnefndi fékk 5,1 prósent. Fylgi þessara tveggja framboða í könnunum hefur þróast með mjög ólíku móti á þessu ári. Á meðan Píratar bæta við sig fylgi minnkar fylgið við Bjarta framtíð. Í könnun Fréttablaðsins í nóvember á síðasta ári voru Píratar með 9,2 prósenta fylgi, en Björt framtíð með 12,5 prósent. Eftir áramót fór fylgi Píratanna svo að aukast og hefur vaxið umtalsvert á milli kannana. Í könnun Fréttablaðsins 18. og 19. mars var Björt framtíð með 9 prósenta fylgi en Píratar með 29,1 prósent.Brynhildur Pétursdóttir„Píratar eru klárlega að taka fylgi af okkur og öllum væntanlega,“ segir Brynhildur. Hún segir að þeir sem eru ósáttir við stefnu ríkisstjórnarflokkanna og ættu kannski að sjá Bjarta framtíð sem valkost geri það einhverra hluta vegna ekki. „Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir hún. Það sé augljóst að Björt framtíð nái ekki að koma því til skila sem flokkurinn sé að gera. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar yrði ekki mynduð tveggja flokka stjórn án Pírata. Í fyrsta sinn mælast þeir nú með það mikið fylgi að þeir gætu valið sér tvenns konar tveggja flokka stjórn. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum yrði það 46 manna meirihluti. Ef þeir kysu að mynda meirihluta með Samfylkingunni yrði það 33 manna meirihluti. Þingmenn eru 63 og því getur minnsti mögulegi þingmeirihluti verið skipaður 32 þingmönnum.
Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira