Viðskipti erlent

Tesla á fjórar milljónir

Sæunn Gísladóttir skrifar
Fyrstu Model 3 bílarnir eru væntanlegir til afhendingar í lok árs 2017.
Fyrstu Model 3 bílarnir eru væntanlegir til afhendingar í lok árs 2017.
Rafbílaframleiðandinn Tesla hefur kynnt nýjan bíl sinn Model 3, sem beðið hefur verið eftir með eftirvæntingu. Bíllinn er sá ódýrasti úr smiðju framleiðandans fram að þessu og kostar 35 þúsund dollara, jafnvirði 4,3 milljóna íslenskra króna.

Samkvæmt frétt BBC um málið mun fimm sæta bíllinn komast að minnsta kosti 346 kílómetra eftir hverja hleðslu.

Yfir 115 þúsund bílar voru pantaðir í forsölu. Markmiðið er að framleiða fimm hundruð þúsund eintök á ári þegar framleiðslan er komin vel af stað. Fyrstu Model 3 bílarnir eru væntanlegir til afhendingar í lok árs 2017.

Hér fyrir neðan má sjá kynningarmyndband fyrir bílinn.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×