Lífið

Tengdu nafnið við trendy Reykjavík

Marín Manda skrifar
Strákarnir stefna langt með fatamerkð sitt.
Strákarnir stefna langt með fatamerkð sitt.
Arnar Leó Ágústsson, Sturla Sær Fjeldsted og Konráð Logi Bjartmarsson stefna langt í fatahönnun en þeir selja boli á Facebook-síðu sinni Reykjavík x Roses.

„Sturla er undrabarn á saumavél. Hann byrjaði bara að fikta við að sauma föt á sjálfan sig og póstaði myndum af þeim á Facebook og á Instagram. Þannig byrjaði þetta. Arnari leist svo vel á flíkurnar hans og óskaði eftir samstarfi. Ég kom svo inn í þetta örlítið síðar til að sjá um almannatengsl,“ segir Konráð Logi Bjartmarsson sem er einn af teyminu sem stendur á bak við fatamerkið Reykjavík x Roses.



Arnar Leó Ágústsson, Sturla Sær Fjeldsted og Konráð Logi Bjartmarsson kynntust allir í MS og áttu sér þann draum að hanna flott fatamerki. Eftir að hafa tekið þátt í frumkvöðlaverkefni í skólanum þar sem þeir hönnuðu boli, fór boltinn að rúlla.

Bolirnir seldust upp og pantanirnar hrannast upp. Nú hafa þremenningarnir gert samning við Henson sem sér um framleiðsluna fyrir þá.

„Það er búið að ganga framar öllum vonum og við erum farnir að vinna að næstu línu sem mun innihalda boli, jakka og peysur.“ 

Nafnið á merkinu segir hann hafa komið þannig til að þá langaði að tengja við borgina. „Reykjavík þykir mjög trendy víðs vegar um heiminn og svo langaði okkur að gera eitthvað með rósum, það fíla allir. Reykjavík x Roses fannst okkur því fullkomið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×