Innlent

Telur Sjálfstæðismenn sýna „djöfulsins teboðshræsni“

Bjarki Ármannsson skrifar
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir gagnrýnir forgangsröðun Sjálfstæðisflokksins í menningarmálum.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir gagnrýnir forgangsröðun Sjálfstæðisflokksins í menningarmálum. Vísir/GVA/GVA
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir forgangsröðun Sjálfstæðisflokksins í menningarmálum og setur þau í samhengi við umræðu um kirkjuheimsóknir grunnskólabarna. Hún sakar flokksmenn Sjálfstæðisflokksins um „djöfulsins teboðshræsni“ á Facebook-síðu sinni og vísar þar til Teboðsframboðanna hægrisinnuðu í Bandaríkjunum.

„Menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins stendur fyrir miskunnarlausum niðurskurði á RÚV, skattahækkun á bækur og heftir aðgengi að framhaldsskólamenntun,“ skrifar Sigríður Ingibjörg á síðu sinni. „Viðbrögð flokkssystkina hans eru að ræða um mikilvægi kirkjuheimsókna skólabarna á aðventunni. Djöfulsins teboðshræsni.“

Fyrirhuguð heimsókn nemenda Langholtsskóla í Langholtskirkju næsta fimmtudag hefur orðið tilefni deilna vegna reglna Reykjavíkurborgar um trúboð á skólatíma. Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, sagði heimsóknina brot á reglum borgarinnar en Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, sagði í morgun Sjálfstæðismenn ætla að taka málið fyrir á næsta borgarráðsfundi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×