Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2014 10:21 Stephen Macko nefnir olíulekann í Mexíkóflóa árið 2010 sem dæmi um hversu slæm áhrif olíuvinnsla getur haft á umhverfið. Vísir/Ernir/Getty „Öllum ætti að vera ljóst að áhættan við olíuvinnslu er gríðarleg. Ég spyr mig hvort olíuvinnsla sé því áhættunnar virði, til dæmis í tilfelli Íslands. Þið þurfið að sjálfsögðu ekki alla þá olíu sem talið er að sé á Drekasvæðinu svo þið mynduð flytja hana út. Þannig fengu Íslendingar mikinn auð en þurfa Íslendingar allan þann auð? Eru þið tilbúin til að taka áhættu fyrir þann ávinning?“ Þetta segir Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, en hann hélt erindi á ráðstefnu í liðinni viku sem haldin var á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands. Erindi Macko fjallaði um þau margvíslegu áhrif á náttúruna og vistkerfin sem olíuleit og olíuvinnsla á norðurslóðum getur haft í för með sér. „Það er gríðarlega mikið magn af olíu á norðurheimskautinu. Um 30% af olíuauðlindum heimsins eru þar. Meirihluti olíunnar er undan ströndum Kanada og Alaska. Það er því mikill auður sem liggur þarna en áhætta á að vinna olíu á þessu svæði er mjög mikil,“ segir Macko í samtali við Vísi. Macko tekur dæmi um olíulekann sem varð í Mexíkóflóa í apríl 2010. Olían sem lak þá náði yfir svæði sem samsvarar stærð Íslands. Áhrif lekans náðu þó yfir mun stærra svæði þar sem fiskimiðum umhverfis hann var lokað. Glöggt er gests augað og Macko segir að sér sýnist sem svo að lífsgæði á Íslandi séu góð, jafnvel á meðal þeirra bestu í heimi. „Efnahagur landsins virðist vera í góðu jafnvægi og Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum, sem ég þekki til að minnsta kosti, þar sem sjálfbærar fiskveiðar hafa skilað árangri. Ég veit vel að útflutningur er peningur í bankann en ég veit hins vegar líka að það eiga eftir að verða fleiri olíulekar með hörmulegum afleiðingum fyrir umhverfið. Spurningin er hvort Ísland þarf olíuna og auðinn sem henni óneitanlega fylgir. Heimurinn þarf svo sannarlega ekki á meiri olíu að halda. Ég myndi því persónulega ekki vilja sjá olíuvinnslu undan ströndum Íslands.“ Aðspurður hvort þetta sé þá spurning um olíuiðnað eða sjávarútveg fyrir Ísland segir Macko svo vera en hann nefnir einnig ferðamannaiðnaðinn. „Heldurðu að það væru jafnmargir ferðamenn hér ef að það væri olía upp um alla kletta? Ég held að það kæmu færri hingað. Hagfræðingar segja að efnahagslegu áhrifin yrðu góð. Hvað með áhættuna? Það eru raunhæfar líkur á að hlutirnir geti farið úrskeiðis fyrir utan alla litlu olíulekana sem verða á hverjum degi þar sem verið er að vinna olíu.“ Þá bendir Macko jafnframt á loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. Norðurheimskautið sé nú þegar tekið að breytast vegna þessa með bráðnun jökla og áhrifa á dýraríkið gæti. „Hvenær ákveðum við að það sé í lagi að fara út í aðgerðir sem munu leiða til óafturkræfra breytinga á norðurheimskautinu?“ Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Norðurslóðir Tengdar fréttir Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. 2. nóvember 2014 21:09 Heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár Draga verður skipulega úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu og gass og helst hætta alfarið notkun þess fyrir næstu aldamót ef það á að takast að afstýra varanlegum breytingum á loftslagi heimsins. 2. nóvember 2014 13:59 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn eftir klámhögg Gerðar í Blush Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira
„Öllum ætti að vera ljóst að áhættan við olíuvinnslu er gríðarleg. Ég spyr mig hvort olíuvinnsla sé því áhættunnar virði, til dæmis í tilfelli Íslands. Þið þurfið að sjálfsögðu ekki alla þá olíu sem talið er að sé á Drekasvæðinu svo þið mynduð flytja hana út. Þannig fengu Íslendingar mikinn auð en þurfa Íslendingar allan þann auð? Eru þið tilbúin til að taka áhættu fyrir þann ávinning?“ Þetta segir Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, en hann hélt erindi á ráðstefnu í liðinni viku sem haldin var á vegum Rannsóknaseturs um norðurslóðir við Háskóla Íslands. Erindi Macko fjallaði um þau margvíslegu áhrif á náttúruna og vistkerfin sem olíuleit og olíuvinnsla á norðurslóðum getur haft í för með sér. „Það er gríðarlega mikið magn af olíu á norðurheimskautinu. Um 30% af olíuauðlindum heimsins eru þar. Meirihluti olíunnar er undan ströndum Kanada og Alaska. Það er því mikill auður sem liggur þarna en áhætta á að vinna olíu á þessu svæði er mjög mikil,“ segir Macko í samtali við Vísi. Macko tekur dæmi um olíulekann sem varð í Mexíkóflóa í apríl 2010. Olían sem lak þá náði yfir svæði sem samsvarar stærð Íslands. Áhrif lekans náðu þó yfir mun stærra svæði þar sem fiskimiðum umhverfis hann var lokað. Glöggt er gests augað og Macko segir að sér sýnist sem svo að lífsgæði á Íslandi séu góð, jafnvel á meðal þeirra bestu í heimi. „Efnahagur landsins virðist vera í góðu jafnvægi og Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum, sem ég þekki til að minnsta kosti, þar sem sjálfbærar fiskveiðar hafa skilað árangri. Ég veit vel að útflutningur er peningur í bankann en ég veit hins vegar líka að það eiga eftir að verða fleiri olíulekar með hörmulegum afleiðingum fyrir umhverfið. Spurningin er hvort Ísland þarf olíuna og auðinn sem henni óneitanlega fylgir. Heimurinn þarf svo sannarlega ekki á meiri olíu að halda. Ég myndi því persónulega ekki vilja sjá olíuvinnslu undan ströndum Íslands.“ Aðspurður hvort þetta sé þá spurning um olíuiðnað eða sjávarútveg fyrir Ísland segir Macko svo vera en hann nefnir einnig ferðamannaiðnaðinn. „Heldurðu að það væru jafnmargir ferðamenn hér ef að það væri olía upp um alla kletta? Ég held að það kæmu færri hingað. Hagfræðingar segja að efnahagslegu áhrifin yrðu góð. Hvað með áhættuna? Það eru raunhæfar líkur á að hlutirnir geti farið úrskeiðis fyrir utan alla litlu olíulekana sem verða á hverjum degi þar sem verið er að vinna olíu.“ Þá bendir Macko jafnframt á loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. Norðurheimskautið sé nú þegar tekið að breytast vegna þessa með bráðnun jökla og áhrifa á dýraríkið gæti. „Hvenær ákveðum við að það sé í lagi að fara út í aðgerðir sem munu leiða til óafturkræfra breytinga á norðurheimskautinu?“
Loftslagsmál Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Norðurslóðir Tengdar fréttir Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. 2. nóvember 2014 21:09 Heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár Draga verður skipulega úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu og gass og helst hætta alfarið notkun þess fyrir næstu aldamót ef það á að takast að afstýra varanlegum breytingum á loftslagi heimsins. 2. nóvember 2014 13:59 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Viðskipti innlent Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Keyra á orkudrykkjamarkaðinn eftir klámhögg Gerðar í Blush Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Sjá meira
Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. 2. nóvember 2014 21:09
Heitasta tímabil á jörðinni í 1.400 ár Draga verður skipulega úr notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu og gass og helst hætta alfarið notkun þess fyrir næstu aldamót ef það á að takast að afstýra varanlegum breytingum á loftslagi heimsins. 2. nóvember 2014 13:59