Erlent

Telja að hryðjuverk verði framin í Noregi á mánudag

Gríðarlegur viðbúnaður er í Noregi um þessar mundir.
Gríðarlegur viðbúnaður er í Noregi um þessar mundir. vísir/afp
Fréttastofa TV2 í Noregi fullyrðir að hópur ódæðismanna freisti þess að fremja hryðjuverk í landinu mánudaginn næstkomandi. Samkvæmt dagatali múslima markar sá dagur endalok föstumánaðar, eða Ramadan, og er einn mikilvægasti helgidagur Múhameðstrúar.

Talið er að hópur manna hafi farið frá Sýrlandi á dögunum í þeim tilgangi að fremja hryðjuverk í nokkrum vestrænum ríkjum, þar á meðal í Noregi. Gríðarlegur viðbúnaður er í Noregi um þessar mundir, engu að síður liggur ekki fyrir hvert skotmark ódæðismannanna er eða nákvæm tímasetning.

Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Noregi, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að engin ástæða sé til að vara við ferðum til Noregs. Yfirvöld í Noregi krefja þó alla ferðamenn um vegabréf, þar á meðal ferðalanga frá Íslandi.

Yfirvöld í vesturhluta Noregs hafa bannað flug yfir miðborg Björgvinjar en annars ganga aðrar samgöngur eðlilega fyrir sig.




Tengdar fréttir

Íslendingar hugsi yfir hryðjuverkaógn

Íslendingar hafa hringt í sendiráðið í Ósló til að spyrja hvort óhætt sé að ferðast þangað. Íslenski sendiherrann hvetur fólk til þess að kynna sér upplýsingar frá norskum stjórnvöldum áður en það fer. Ekki sé ástæða til að vara við ferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×