Erlent

Teknir af lífi fyrir að horfa á sápuóperur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er hvorki í boði að horfa á sápuóperur né að vera kvennabósi í einræðisríki Kims Jong-un.
Það er hvorki í boði að horfa á sápuóperur né að vera kvennabósi í einræðisríki Kims Jong-un. Vísir/AFP
Um 50 opinberar aftökur hafa verið í Norður-Kóreu það sem af er ári, samkvæmt upplýsingum frá suður-kóresku leynilögreglunni. Þeir sem voru teknir af lífi voru flestir háttsettir embættismenn í landinu, ráðherrar í ríkisstjórn eða hermenn.

Tíu meðlimir úr flokki Kim Jong-un voru teknir af lífi fyrir að horfa á suður-kóreskar sápuóperur, fyrir að stunda mútur og fyrir óhóflegt kvennafar.

Margir þeirra sem Kim Jong-un fyrirskipaði aftökur á voru nánir samstarfsmenn frænda Kims, Jang Song-thaek, sem handtekinn var í desember í fyrra og tekinn var af lífi fyrir glæpi gegn norður-kóreska ríkinu.

Í frétt The Telegraph segir að þessar aftökur sýni að einræðisherrann sé markvisst að losa sig við alla þá sem gætu veitt honum einhverja mótspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×