Innlent

Tekinn í skýrslutöku eftir að hafa krítað á Jón Sigurðsson

Stefán Árni Pálsson skrifar
Örvar Geir var tekinn í skýrslutöku af lögreglunni.
Örvar Geir var tekinn í skýrslutöku af lögreglunni. vísir/jæja
„Okkur langaði að vekja athygli á því að 888 dagar eru liðnir frá því að Alþingi ákvað að ráðast í rannsókn á einkavæðingu bankanna,“ segir Andri Sigurðsson, einn af meðlimum samtakanna Jæja.

Fámennur hópur fólks mætti við Alþingishúsið í hádeginu en ætlunin var að afhenda þingmönnum ályktun og kríta 888 á stéttina fyrir framan Alþingishúsið.

„Við fengum listamanninn Örvar Geir Geirsson með okkur í lið og ætlaði hann að gera listaverk á gangstéttina fyrir utan Alþingishúsið. Lögreglan var fljótlega mætt á svæðið og þótti athæfið ekkert sérstaklega flott hjá okkur.“

Hópurinn var rekinn þaðan af þingvörðum með vatnsbunu. Þegar einn í hópnum tók sig til og hóf að skrifa skilaboðin á styttu Jóns Sigurðssonar mættu sex lögregluþjónar á vettvang og fjarlægðu manninn. Hann var því næst tekinn í skýrslutöku en sleppt að henni lokinni

„Þetta var nú bara svona venjuleg krít sem maður fær út í búð. Það er t.d. vinsælt hjá leikskólabörnum að safnast saman á Austurvelli og kríta á gangstéttirnar.“

Samtökin Jæja stóðu fyrir nokkrum mótmælum við Austurvöll seint á síðasta ári og var vel mætt á þau.

Hér að neðan má sjá myndband frá atburðarrásinni í dag. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×