Viðskipti innlent

Tap útlendinga vegna bankahrunsins ekki undir 7000 milljörðum

Mynd/GVA
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að tap útlendinga vegna bankahrunsins á Íslandi verði ekki undir sjö þúsund milljörðum króna, en það er um fjórföld landsframleiðsla þjóðarinnar.

Steingrímur skrifar fyrstu grein sína af sex um íslenskt samfélag og efnahagsmál í Viðskiptablaðið og Fréttablaðið í dag, en greinar hans munu birtast í blöðunum á næstu vikum.

Steingrímur segir í grein sinni í blaðinu í dag að beinar afleiðingar bankahrunsins á afkomu ríkisins hafi verið geigvænlegar. Bókfærður halli samkvæmt rekstrarreikningi ríkisins varð 216 milljarðar króna á árinu 2008 í stað 89 milljarða afgangs á árinu 2007, eða um tvö hundruð milljarða króna sveifla.

Steingrímur segir að tap erlendra aðila vegna þess sem hér gerðist liggi ekki endanlega fyrir en verði líklegast ekki undir sjö þúsund milljörðum króna, en það er um fjórföld landsframleiðsla Íslands. Þá rifjar Steingrímur upp að hrun stóru bankanna þriggja sé sjötta, níunda og tíunda stærsta gjaldþrota sögunnar. Steingrímur segir að það hljóti að teljast einstakt og heimssögulegt hjá svo smáu hagkerfi.

Steingrímur segir að stærstu tölurnar liggi í töpuðum kröfum vegna þess sem hann kallar gjaldþrot Seðlabanka Íslands, en 192 milljarðar króna hafi verið gjaldfærðir vegna þess. Þá nálgist kostnaður vegna endurfjármögnunar banka og sparisjóða tvo hundruð milljarða króna. Heildarskuldir ríkisins í árslok 2007 hafi verið 560 milljarðar króna eða um 43 prósent af landsframleiðslunni en þær hafi farið í tæplega 1200 milljarða í lok árs 2008 eða rúmlega 80 prósent af landsframleiðslunni.




Tengdar fréttir

Landið tekur að rísa! - Grein 1

Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×