Erlent

Talibanar skipa nýjan leiðtoga

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mawlawi Hibatullah Akhundzada, nýr leiðtogi Talibana.
Mawlawi Hibatullah Akhundzada, nýr leiðtogi Talibana. Vísir/AFP - Afghan Taliban
Talibanar í Afganistan hafa skipað nýjan leiðtoga eftir að Mullah Akhtar Mansour var drepinn í loftárás Bandaríkjanna fyrir skömmu. Ólíklegt þykir að hinn nýji leiðtogi muni breyta þeirri harðlínustefnu sem Talibanar eru þekktir fyrir.

Hinn nýji leiðtogi nefnist Mawlawi Hibatullah Akhundzada en hann var háttsettur innan hreyfingar Talibana undir stjórn Mansour. Akhundzada er þriðji leiðtogi Talibana en Mansour tók við sem leiðtogi Talibana í júlí á síðasta ári eftir að tilkynnt var um að stofnandi og andlegur leiðtogi Talibana, Mohammad Omar, betur þekktur sem Mullah Omar, hafi látið lífið.

Undir stjórn Mansour neituðu Talibanar að taka þátt í friðarviðræðum við stjórnvöld í Afganistan og hafa Talibanar hert hernaðaraðgerðir sínar gegn yfirvöldum. Ólíklegt þykir að breyting verði á því undir stjórn Akhundzada


Tengdar fréttir

Sannfærðir um dauða Mansour

Obama segir að loftárás á leiðtoga Talibana ætti að senda óvinum Bandaríkjanna skilaboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×