Mál Davíðs Viðarssonar (Quang Le)

Fréttamynd

Quang Le hakkaður á Facebook

Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans.

Innlent
Fréttamynd

Nældi í eigin­konu Davíðs, barnaði tvisvar og tók upp nafnið hans

Ýmsir ráku upp stór augu þegar veitingamaðurinn umsvifamikli Quang Le fór að nota nafnið Davíð Viðarsson á síðasta ári. Enginn þó jafnhissa og miður sín og annar Davíð Viðarsson. Íslenskur karlmaður sem hefur verið skráður faðir tveggja barna Quang Le í hálfan annan áratug gegn vilja sínum. Hann segist brenndur af samskiptum sínum við Quang Le sem hófust fyrir tveimur áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja Davíð, eigin­konu og bróður í tveggja vikna varð­hald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar í dag að fara fram á að þrír sakborningar í mansalsmáli tengdu veitingastöðunum Pho Vietnam og þrifafyrirtækinu Vy-þrif verði úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þau hafa þegar setið inni í fimm vikur.

Innlent
Fréttamynd

Gæslu­varð­hald fram­lengt um tvær vikur

Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í mansalsmáli tengdu veitingastöðum Pho Vietnam hefur verið framlengt um tvær vikur. Aðstoðaryfirlögrelguþjónn segir rannsókn miða vel en umfang gagna sé mikið og því hægur gangur. 

Innlent
Fréttamynd

Kærustu­parið og bróðirinn enn í haldi

Davíð Viðarsson, kærasta hans og bróðir hans sæta enn einangrun í tengslum við rannsókn lögreglu á vinnumansali, peningaþvætti og skipulagðri brotastarfsemi. Bókara fyrirtækja Davíðs, föður hennar og eiginkonu bróður hans hefur verið sleppt. 

Innlent
Fréttamynd

Einum til sleppt úr haldi

Einum til viðbótar hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið mansalsmál. Rannsóknarhagsmunir eru ekki lengur taldir fyrir hendi.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur úr mansalsmálinu sleppt úr haldi

Tveimur af þeim sex sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að umfangsmiklu mansalsmáli var sleppt úr haldi síðdegis í gær þar sem þeirra hlutur í málinu telst upplýstur. 

Innlent
Fréttamynd

Davíð lofaði bót og betrun en hélt upp­teknum hætti

Nágrannar veitingastaðarins Pho Víetnam í kjallaranum á Laugavegi 27 kvörtuðu ítrekað undan því að staðurinn bryti í bága við starfsleyfi, mikil lykt bærist frá staðnum og hávaði væri of mikill. Endurtekið lofaði eigandi staðarins að starfrækja kaffihús eins og leyfi var fyrir en hélt svo uppteknum hætti við að selja heita rétti. Þá opnaði hann staðinn þrátt fyrir að honum hefði verið lokað af eftirlitinu.

Innlent
Fréttamynd

„Þessi mál koma okkur ekkert við“

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir þau mál sem Kristján Ólafur Sigríðarson sé flæktur í ekki koma sér, eiginkonu eða fyrirtæki við á neinn hátt. Hann fordæmir að vera dreginn inn í svo alvarleg mál og biðlar til fjölmiðla að vanda til verka.

Innlent
Fréttamynd

Slóð við­skipta sak­bornings tengist World Class-veldinu

Kristján Ólafur Sigríðarson, einn níu sakborninga í meintu mansalsmáli tengdu Pho Vietnam og Wok On, hefur komið víða við síðan hann hóf veitingarekstur og fasteignaviðskipti. Kristján er í dag 33 ára gamall en byrjaði í viðskiptum aðeins 25 ára með aðstoð stjúpföður síns sem er einn þriggja hluthafa í World Class fjölskylduveldinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reynt að hafa á­hrif á meinta þol­endur mansals Davíðs

Ljóst þykir að einhver matar meinta þolendur í mansalsmáli Davíðs Viðarssonar með röngum upplýsingum um stöðu þeirra hér á landi. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir þolendunum hafa verið hótað brottvísun á þeim tíma sem þau störfuðu fyrir fyrirtæki Davíðs.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­samningum Davíðs á Tryggva­götu og Vestur­götu rift

Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrr­verandi eig­andi Wok On meðal sak­borninga

Quang Le, veitingamaðurinn umsvifamikli sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson þegar upp komst um ólöglegan matvælalegar í Sóltúni, verður í gæsluvarðhaldi næstu tvær vikurnar. Maki hans til margra ára er á meðal handteknu og sömuleiðis bróðir hans. Þá er nýdæmdur skattsvikari með stöðu sakbornings í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Gefur ekki fimm aura fyrir gagn­rýni á Krónuna

Framkvæmdastjóri Krónunnar segir fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina til að forðast mögulega skaðabótaskyldu. Fyrirtækið hafi strax brugðist við fréttum af matvælalager í Sóltúni, sem tengdist meðal annars veitingastaðnum Wok On. Þegar rökstuddur grunur um mansal og fleira ólöglegt athæfi hafi legið fyrir, hafi samningi Krónunnar við Wok On verið rift. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Krónan brást strax við

Krónan áréttar að í nóvember á síðasta ári var samningi við Wok On sagt upp með samningsbundnum uppsagnarfresti. Var þetta gert í kjölfar fregna af matvælalagernum í Sóltúni. Á þessum tímapunkti lá ekki fyrir það sem komið hefur fram í fjölmiðlum síðustu daga um rekstur þessara staða; rökstuddur grunur um mansal og annað glæpsamlegt athæfi. Þegar það lá fyrir var stöðunum lokað, samningi rift og merkingar teknar niður.

Skoðun
Fréttamynd

Hall­æris­legt hjá Krónunni

Forstjóri Festi, móðurfélags Krónunnar, segir í viðtali við Morgunblaðið í gær (11. mars) að Krónan hafi sagt upp samningum við Wok On í verslunum Krónunnar í nóvember. 

Skoðun
Fréttamynd

Rann­sókn enn opin hvort fíkni­efna­sala komi við sögu

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir tvo fulltrúa frá bandarísku fíkniefnalögreglunni hafa komið að aðgerðum í tengslum við húsleit og handtökur tengdar Davíð Viðarssyni og veitingastöðum og gistihúsum í hans eigum. Sá angi málsins er enn til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Veitinga­menn slegnir og kalla eftir skil­virkara eftir­liti

Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði kallar eftir að vinnustaðaeftirlit verði eflt. Veitingamenn séu slegnir eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir í tengslum við meint mansal á veitingastöðum Davíðs Viðarssonar í síðustu viku.

Innlent
Fréttamynd

Vill bros­karl eða súrkarl í glugga veitinga­staða

Formaður Neytendasamtakanna kallar eftir því að úttektir heilbrigðiseftirlita verði aðgengilegar almenningi með einföldum hætti við komu á veitingastaði. Slík upplýsingagjöf sé mikið neytendamál enda hvetji hún forsvarsmenn staðina til að standa sig betur auk þess sem matvælaöryggi eykst.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn sem sér­hæfður kokkur en settur í ræstingar

Flestir þeirra sem fá dvalarleyfi á Íslandi vegna sérfræðiþekkingar, líkt og talið er að fórnarlömb meints mansals Davíðs Viðarssonar hafi fengið, koma frá Víetnam. Sviðsstjóri hjá Vinnumálastofnun segir það koma reglulega fyrir að fólk vinni við allt annað en það er sagt ætla að gera við komuna hingað til lands. 

Innlent