Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Harka­legt kyn­líf?

Á dögunum var maður sýknaður af ákæru um nauðgun. Konan sem kærði manninn fékk lífshættulegar innri blæðingar í samskiptum þeirra vegna áverka sem maðurinn veitti henni þegar þau voru að stunda eitthvað, sem í dómnum er kallað „harkalegt kynlíf“, frekar en nauðgun eða ofbeldi.

Skoðun
Fréttamynd

Skömmin er ger­enda

Alveg frá því að snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til sögunnar hefur aukning orðið á því að fólk sé kúgað með nektarmyndum eða kynlífsmyndböndum. Síðustu daga hefur verið fjallað um í fjölmiðlum að nú séu gerendur að herja í auknum mæli á drengi og fjárkúga þá.

Skoðun
Fréttamynd

Til­kynningar um kyn­ferðis­brot ekki færri síðan 2017

Tilkynnt var um 521 kynferðisbrot til lögreglunnar á síðasta ári og voru tilkynningar 15 prósent færri en að meðaltali samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Fara þarf aftur til 2017 til að sjá færri tilkynningar um kynferðisbrot til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

DNA konu fannst á typpi karl­manns en dugði ekki til

Karlmaður hefur verið sýknaður af nauðgun með því að hafa á árshátíð stungið lim sínum í munn samstarfskonu eiginkonu sinnar á klósettinu. DNA úr konunni fannst á typpi mannsins, sáðfrumur í munni hennar en engar í nærbuxum mannsins. Of mikill vafi þótti á því hvort maðurinn hefði verið að verki.

Innlent
Fréttamynd

Skýringar manns sem greiddi táningsstúlku fyrir kyn­mök frá­leitar

Ungur maður hefur hlotið tveggja ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa samræði við táningsstúlku í sjö skipti og greiða henni fyrir það. Brotin sem málið varðar áttu sér stað frá október 2021 til janúar 2022, en þá var stúlkan fjórtán ára, en maðurinn verið tæplega tvítugur.

Innlent
Fréttamynd

Vagn­stjóri fylgdi ekki verk­lagi þegar stúlku var hótað nauðgun

Vagnstjóri Strætó fylgdi ekki verklagsreglum þegar ung stúlka tilkynnti honum fyrir tæpum tveimur vikum að sex drengir væru að áreita hana í vagninum. Framkvæmdastjóri Strætó segir að verklag verði ítrekað við vagnstjóra. Hann segir slík atvik eiga sér stað reglulega en að þeim hafi ekki farið fjölgandi.

Innlent
Fréttamynd

„Oft ansi ljótir hlutir sagðir á meðan maður er að spila“

Ísabella Lindudóttir hefur síðustu ár spilað mikið af tölvuleikjum þar sem margir spila saman. Hún lendir ítrekað í því að talað sé við hana í kynferðislegum tón eða henni jafnvel hótað ofbeldi. Hún segir mikilvægt að þetta sé rætt og reynt að koma í veg fyrir þetta. 

Innlent
Fréttamynd

Unga konan sem kærði Albert muni eyða ævinni í að vinna úr málinu

Lögmaður konunnar sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot skoðar nú hvort kæra skuli ákvörðun héraðssaksóknara um að láta málið niður falla til ríkissaksóknara. Málið hafi verið afar erfitt fyrir ungu konuna, sem muni eyða ævinni í að vinna úr því.

Innlent
Fréttamynd

Mál Alberts látið niður falla

Héraðssaksóknari hefur fellt niður kynferðisbrotamál gegn knattspyrnumanninum Alberti Guðmundssyni. Síðasta sumar var hann kærður fyrir kynferðisbrot.

Innlent
Fréttamynd

Sáð­lát yfir and­lit með valdi litið al­var­legri augum í Lands­rétti

Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga sextán ára stúlku á heimili hennar í júlí sumarið 2021. Hann var nítján ára þegar brotið átti sér stað. Þau höfðu kynnst á Instagram fyrr um daginn. Landsréttur þyngdi refsingu úr héraði þar sem maðurinn fékk níu mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir blygðunarsemi. 

Innlent
Fréttamynd

Vildu mann grunaðan um brot gegn börnum fram­seldan frá Ís­landi

Landsréttur hefur vísað máli frá dómi sem varðar erlendan mann dvaldi hér á landi sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum á erlendri grundu. Ástæðan er sú að maðurinn fór af landi brott og því ekki á færi íslenskra stjórnvalda að aðhafast í máli hans. Síðastliðinn mánudag var hann handtekinn erlendis.

Innlent
Fréttamynd

KSÍ og kyn­ferðis­of­beldi

Um helgina verður nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands kjörinn, eða reyndar ekki svo nýr ef marka má algengar spár um úrslitin. Guðni Bergsson sagði af sér árið 2021 í kjölfar ofbeldismála innan knattspyrnunnar og vanhæfni hans til að taka á þeim. Þegar ofbeldisverk voru afhjúpuð var stokkið í vörn, þolendur eða talsfólk þeirra sagt ljúga og reynt að villa um í umræðunni.

Skoðun
Fréttamynd

Vill flýta endur­skoðun laga um leigu­bíla­akstur

Birgir Þórarinsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill flýta endurskoðun laga um leigubifreiðaakstur. Í lögunum er heimild til endurskoðunar á næsta ári en hann telur best að henni sé flýtt. Vilji leigubílstjóra sem hann hafi talað við sé að þessu sé flýtt en að auk þess sé það áríðandi  í ljósi nýlegra frétta af kynferðisbroti leigubílstjóra.

Innlent