SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 11:07

Fangarnir grófu sig út úr tugthúsinu

FRÉTTIR

Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm ţúsund krónur á viku frá ríkinu

 
Innlent
14:15 14. MARS 2016
Húsiđ í Vík í Mýrdal ţar sem konurnar unnu.
Húsiđ í Vík í Mýrdal ţar sem konurnar unnu. VÍSIR/ŢÓRHILDUR ŢORKELSDÓTTIR

Systur frá Sri Lanka sem voru þolendur mansals og dvöldu í Kvennaathvarfinu fengu aðeins fimm þúsund krónur í viku í fjárhagsaðstoð frá ríkinu. Þær báðu sjálfar um flutning úr landi og fóru frá Íslandi aðfaranótt fimmtudags. Velferðarráðuneytið ber ábyrgð á þjónustu til þolenda mansals við Kvennaathvarfið, þeirri þjónustu sem þar er veitt til þeirra og fjárhagsaaðstoðinni.
 
Fjárhagsaðstoðin er aðeins ætluð fyrir brýnustu nauðsynjum og endurgreiðir velferðarráðuneytið sveitarfélögum útlagðan kostnað vegna erlendra ríkisborgara samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.  Kjör kvennana versnuðu við það að fara í skjól ríkisins. Afkoma þeirra á mánuði hjá ríkinu hefði orðið tuttugu þúsund krónur en ritstjórn hefur heimildir fyrir því að afkoma þeirra hafði verið aðeins meiri í meintri þrælkun hjá Vonta International.

Fengu 761 krónu á dag
Þau svör fengust frá velferðarráðuneytinu að sú fjárhagsaðstoð sem ríkið endurgreiði miðist við hvort einstaklingur greiði húsnæði og fæði sjálfur eða ekki. Endurgreiðslufjárhæðin til systranna var 761 króna á dag þar sem þær dvöldu í Kvennaathvarfinu, annars hefðu þær fengið 5071 krónu á dag.

Velferðarráðuneytið gerði samning við Kvennaathvarfið í árslok 2014 um þjónustu við fórnarlömb. Markmið samningsins er að tryggja kvenkyns fórnarlömbum mansals örugga neyðardvöl. Ef karlmaður þarf á húsnæðisúrræði að halda er leyst úr því með dvöl gistiheimili sem félagsþjónusta sveitarfélags sér um eða með öðrum tryggum hætti í samráði við lögregluyfirvöld.

Gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir lélega meðferð þolenda mansals
Þetta fyrirkomuleg hefur verið gagnrýnt. Ekki fari vel á því að flokka þolendur aðeins eftir kyni. Þá þurfi að veita þeim betri þjónustu. Í tilfelli systranna heimsótti félagsráðgjafi þær reglulega, Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður hjá Land lögmönnum og réttargæslukona þeirra, bendir á að það þurfi meira til og gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir lélega meðferð þolenda mansals.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var greint frá því að systurnar hafi yfirgefið landið vegna aðbúnaðar þeirra.  Fjárhagsaðstoðin dugaði þeim alls ekki.

Kristrún beindi einnig athygli stjórnvalda að því að þolendur mansals fá aðeins dvalarleyfi á sex mánaða umþóttunartíma sínum en hafa ekki tækifæri til atvinnu. Slíkt tækifæri gæti valdið úrslitaáhrifum þegar kemur að því að byggja upp þolendur mansals, ávinna traust þeirra og fá sögu þeirra fram til þess að tryggja rannsókn mála og sakfellingu. Þá hafa sérfræðingar í mansali gagnrýnt að kerfið miði við þolendur kynlífsmansal en ekki vinnumansal.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Systurnar frá Sri Lanka fengu fimm ţúsund krónur á viku frá ríkinu
Fara efst