Erlent

Svíþjóðardemókratar næststærstir flokka í Svíþjóð

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata.
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata. NORDICPHOTOS/AFP
Svíþjóðardemókratar, flokkur Jimmie Åkesson, eru orðnir næststærsti flokkurinn í Svíþjóð, samkvæmt könnun á vegum Dagens Nyheter og sænska sjónvarpsins. Hægri flokkurinn sem áður var næststærsti flokkurinn á eftir Jafnaðarmönnum tapar fylgi.

Samkvæmt könnun sænska sjónvarpsins fengi Jafnaðarmannaflokkurinn 26,7 prósent atkvæða, Svíþjóðardemókratar 19,2 prósent og Hægri flokkurinn 18 prósent. Miðflokkurinn fengi 12,2 prósent.

Í janúar sagði formaður Hægri flokksins að ræða ætti við Svíþjóðar­demókrata eins og aðra. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×