Innlent

Sverðið frá árabilinu 950-1000

Heiðar Lind Hansson skrifar
Ármann Guðmundsson fornleifafræðingur sýndi blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins sverðið í morgun.
Ármann Guðmundsson fornleifafræðingur sýndi blaðamanni og ljósmyndara Fréttablaðsins sverðið í morgun. Vísir/GVA
Sérfræðingar Þjóðminjasafnsins álykta að sverðið sem fannst nálægt Ytri Ásum í Skaftárhreppi um síðustu helgi hafi verið smíðað í kringum kristnitökuna árið 1000. Þetta sýna niðurstöður röntgengreiningar á sverðinu sem gerð var í Þjóðminjasafninu í gær.

Sandra Sif Einarsdóttir forngripaforvörður hjá Þjóðminjasafninu segir að röntgengreiningin staðfesti að sverðið sé af svokallaðri Q gerð. Það þýði að sverðið hafi líklega verið smíðað einhvern tímann á síðari hluti tíundu aldar og jafnvel inn á þeirri elleftu. „Árið 950 eru þá neðri mörkin og árin eftir 1000 efri mörkin,“ segir Sandra.

Röntgengreiningin staðfestir einnig að blóðrefill er á sverðinu, en um er að ræða rák sem liggur í miðju sverðsins frá neðri hjöltum upp að oddi.

Sverðið er nú hjá forvörðum á starfsstöð Þjóðminjasafnsins í Kópavogi. „Núna tekur við forvarsla til að koma sverðinu í stöðugt ástand,“ segir Ármann Guðmundsson fornleifafræðingur hjá Þjóðminjasafninu sem rannasakað hefur sverðið ásamt sérfræðingum undanfarna daga.

Röntgenmynd af sverðinu. Blóðrefilinn liggur eftir miðju sverðsins.Þjóðminjasafn Íslands.

Tengdar fréttir

Með merkari fornleifafundum síðustu ára

"Það eru svo fá sverð sem hafa fundist hér og því er þetta mikill fengur fyrir sögu þjóðarinnar,“ dr. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×