Lífið

Svavar Knútur hlaut færeysku tónlistarverðlaunin

Bjarki Ármannsson skrifar
Færeysku tónlistarverðlaunin FMA voru veitt í fyrsta sinn um helgina.
Færeysku tónlistarverðlaunin FMA voru veitt í fyrsta sinn um helgina. Vísir/Stefán
Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur hlaut í gærkvöldi færeysku tónlistarverðlaunin fyrir lag ársins 2013 í flokki rokk-, djass-, blús- og þjóðlaga. Verðlaunin hlaut hann fyrir lagið Tokan, eða Þokan, sem hann samdi með færeyska tónlistarmanninum Marius Ziska. 

Líkt og Vísir greindi frá í gær leggur Svavar af stað í rúmlega tveggja mánaða tónleikaferðalag í dag og gat því ekki verið viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Hann sagði það þó „æðislegt“ að vera tilnefndur til verðlaunanna og flytur stutta þakkarræðu á Facebook-síðu sinni



Hér fyrir neðan má sjá myndband sem gert var við sigurlag þeirra Mariusar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×