Styðja áfram aðgerðir gegn Rússum Höskuldur Kári Schram skrifar 12. janúar 2016 19:16 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segja að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um að halda áfram að styðja efnahagsþvinganir gegn Rússum. Skýrsla sem gerð var fyrir samráðshóp stjórnvalda og sjávarútvegsins til að meta tjón vegna innflutningsbanns Rússa var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en skýrslan var gerð opinber í dag. Rússar settu innflutningsbann á íslenskar vörur í fyrra til að svara þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja efnahagsþvinganir Bandaríkjamanna og ESB-ríkja gagnvart Rússlandi. Forystumenn sjávarútvegsins hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi í málinu og kallað eftir því að Ísland hætti að styðja þessar aðgerðir. Að mati skýrsluhöfunda gæti tjónið orðið umtalsvert og hlaupið á þremur til átján milljörðum króna á næstu þremur árum. Hins vegar eru margir óvissuþættir, meðal annars hvað varðar áhrif efnahagslægðarinnar í Rússlandi á eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum og þróun markaða almennt. Skýrsluhöfundar telja þó ljóst að innflutningsbann Rússa komi hlutfallslega verst niður á Íslendingum miðað við aðrar þjóðir sem bannið nær til.Afstaða ríkisstjórnarinnar óbreytt Gunnar Bragi segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um að styðja áfram efnahagsþvinganir gegn Rússum.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt að styðja þær byggðir sem verða fyrir mestu tjóni út af innflutningsbanninu.Vísir/Vilhelm„Skýrslan sjálf breytir engu varðandi afstöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir Gunnar Bragi. „Hún sýnir hins vegar þær tölur sem þarna eru í húfi. Þetta eru ekki fjörutíu milljarðar, eins og haldið var fram í upphafi. Þetta eru á bilinu sex til tólf milljarðar en auðvitað getur það eitthvað rokkað til. Allavega er ljóst að mögulegt tap er minna en menn héldu fram í upphafi. Engu að síður eru þarna milljarðar í húfi.“ Því hafi afstaða ríkisstjórnarinnar til málsins ekki breyst. „Okkar lög varðandi efnahagsþvinganir eru þannig að þegar það eru einu sinni búið að setja slík lög eða samþykkja slíkar þvinganir þá gilda þær þangað til ákvörðun hefur verið tekin um annað. Það hefur ekki komið fram nein slík tillaga um að hætta að styðja þessar þvinganir. Þvert á móti tel ég að það sé einhugur um að halda þeim áfram, “ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt að styðja þær byggðir sem verða fyrir mestu tjóni út af innflutningsbanninu. „Það er augljóst að þetta hefur umtalsverð áhrif á einstaka byggðir,“ segir Sigurður. „Í því sambandi hafa Vopnafjörður og Djúpivogur verið nefndir. Ég tel að við verðum að skoða það mjög alvarlega hvort að við stjórnvöld þurfum ekki að koma þar til móts.“ Hann segir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu sammála því að halda áfram að styðja aðgerðirnar gegn Rússum. Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segja að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um að halda áfram að styðja efnahagsþvinganir gegn Rússum. Skýrsla sem gerð var fyrir samráðshóp stjórnvalda og sjávarútvegsins til að meta tjón vegna innflutningsbanns Rússa var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun en skýrslan var gerð opinber í dag. Rússar settu innflutningsbann á íslenskar vörur í fyrra til að svara þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja efnahagsþvinganir Bandaríkjamanna og ESB-ríkja gagnvart Rússlandi. Forystumenn sjávarútvegsins hafa gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir samráðsleysi í málinu og kallað eftir því að Ísland hætti að styðja þessar aðgerðir. Að mati skýrsluhöfunda gæti tjónið orðið umtalsvert og hlaupið á þremur til átján milljörðum króna á næstu þremur árum. Hins vegar eru margir óvissuþættir, meðal annars hvað varðar áhrif efnahagslægðarinnar í Rússlandi á eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum og þróun markaða almennt. Skýrsluhöfundar telja þó ljóst að innflutningsbann Rússa komi hlutfallslega verst niður á Íslendingum miðað við aðrar þjóðir sem bannið nær til.Afstaða ríkisstjórnarinnar óbreytt Gunnar Bragi segir að einhugur ríki innan ríkisstjórnarinnar um að styðja áfram efnahagsþvinganir gegn Rússum.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt að styðja þær byggðir sem verða fyrir mestu tjóni út af innflutningsbanninu.Vísir/Vilhelm„Skýrslan sjálf breytir engu varðandi afstöðu ríkisstjórnarinnar,“ segir Gunnar Bragi. „Hún sýnir hins vegar þær tölur sem þarna eru í húfi. Þetta eru ekki fjörutíu milljarðar, eins og haldið var fram í upphafi. Þetta eru á bilinu sex til tólf milljarðar en auðvitað getur það eitthvað rokkað til. Allavega er ljóst að mögulegt tap er minna en menn héldu fram í upphafi. Engu að síður eru þarna milljarðar í húfi.“ Því hafi afstaða ríkisstjórnarinnar til málsins ekki breyst. „Okkar lög varðandi efnahagsþvinganir eru þannig að þegar það eru einu sinni búið að setja slík lög eða samþykkja slíkar þvinganir þá gilda þær þangað til ákvörðun hefur verið tekin um annað. Það hefur ekki komið fram nein slík tillaga um að hætta að styðja þessar þvinganir. Þvert á móti tel ég að það sé einhugur um að halda þeim áfram, “ segir Gunnar Bragi. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir mikilvægt að styðja þær byggðir sem verða fyrir mestu tjóni út af innflutningsbanninu. „Það er augljóst að þetta hefur umtalsverð áhrif á einstaka byggðir,“ segir Sigurður. „Í því sambandi hafa Vopnafjörður og Djúpivogur verið nefndir. Ég tel að við verðum að skoða það mjög alvarlega hvort að við stjórnvöld þurfum ekki að koma þar til móts.“ Hann segir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu sammála því að halda áfram að styðja aðgerðirnar gegn Rússum.
Tengdar fréttir Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04 Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00 Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03 Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Sjá meira
Utanríkisráðuneytið segir formann SFS fara með rangt mál Ráðuneytið sendi frá sér ítarlega tilkynningu vegna ummæla Jens Garðars Helgasonar, formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 11. janúar 2016 16:04
Skýlaus krafa að ríkið bæti skaðann Vopnafjarðarhreppur verður af stórum hluta tekna sinna á næsta ári vegna innflutningsbanns Rússa, að óbreyttu. Sveitarstjórn krefst aðgerða af hálfu stjórnvalda enda skaðinn vegna vanhugsaðrar aðgerðar. Vart það heimili á Vopnafirði 24. október 2015 07:00
Virðing fyrir alþjóðasamningum og lögum vega þyngra en viðskiptahagsmunir Utanríkisráðherra reiknar með að Ísland haldi áfram þátttöku í viðskiptaþvingunum gegn Rússum. SA segir sjávarútveg og landbúnað verða af 15 milljörðum króna. 23. desember 2015 20:03
Utanríkisráðuneytið: Sjávarútvegurinn mun finna nýja markaði í stað Rússlands Ráðuneytið segir óvissu ríkja um áhrif innflutningsbann Rússa. Margt bendi þó til að íslensk fyrirtæki hafi þegar náð að aðlaga sig. 12. janúar 2016 17:47