Viðskipti erlent

Störfum fjölgaði um 192.000 í Bandaríkjunum í mars

Finnur Thorlacius skrifar
10,5 milljónir Bandaríkjamanna eru án atvinnu.
10,5 milljónir Bandaríkjamanna eru án atvinnu.
Vinnandi fólki hefur fjölgað nokkuð á þessu ári í Bandaríkjunum og nemur fjölgun þeirra 533.000 störfum það sem af er liðið ári og 192.000 í mars einum. Atvinnuleysi er nú skráð 6,7%, en það þýðir reyndar að 10,5 milljónir manns eru án vinnu.

Tölurnar fyrir mars eru í takt við spár um fjölgun starfa en tölur fyrir bæði janúar og febrúar voru umfram spár og því hefur árið hafist á góðum nótum. Þessar fréttir slá á áhyggjur þar vestra að efnahagslífið væri að genga í gegnum tíma stöðnunar, en þessar nýju tölur benda ekki beint til þess.

Af þessum 192.000 störfum voru 57.000 í þjónustu, 34.000 í heilbrigðiskerfinu og 7.000 í námu- og timburvinnslu, svo einhverjar greinar atvinnulífsins séu nefndar. 







Fleiri fréttir

Sjá meira


×