Stóra samsærið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. janúar 2016 07:00 Fréttamaður Stöðvar 2 fór á dögunum að Kvíabryggju og tók viðtal við þrjá menn sem allir eru í afplánun vegna Al Thani-málsins. Fréttamaðurinn hefur síðan þurft að heyra að greinilegt sé að nú sé í gangi „þaulskipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga“ þar sem miðlar 365 séu þungamiðjan. Starfsbróðir hans á öðrum fjölmiðli telur að viðtalið hafi verið liður í mikilli herferð þeirra sem hafa verið til rannsóknar í hrunmálum. Þessi herferð birtist skipulega í tveimur af stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins. Þessum fjölmiðlum stýri fólk sem hafi lýst því yfir að rannsóknir á efnahagsbrotum séu óþarfar. Vangaveltur á sama grunni mátti svo heyra í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær. Það eru alvarlegar ásakanir að ætla fjölmiðlum að standa í einhvers konar herferð. Sú er svo sannarlega ekki raunin á okkar fréttastofu, þótt á þessum vettvangi hafi stundum birst greinar þar sem varað er við stemningu sem ríkir gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópi. Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rannsaka lögbrot, heldur ábendingar um að stigið skuli varlega til jarðar og hvergi gefinn afsláttur af reglum réttarríkisins. Væntanlega getum við verið sammála um að það sé nauðsynlegt í öllum sakamálum, sem geta haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir frelsi þeirra sem í hlut eiga, fjölskyldur þeirra og vini. Ásakanir um herferð gera lítið úr fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann er raunar þeirrar gerðar að hann tekur slíkt ekki inn á sig – enda standa verk hans fyrir sínu. Engu að síður er rétt að undirstrika, að hvorki hann, né aðrir fréttamenn 365, leggjast svo lágt að gerast peð í herferð manna utan úr bæ. Fréttastofa 365 sannar það á hverjum einasta degi, þótt fólk sjái náttúrulega draug ef það vill sjá draug. Það er gömul saga og ný að fólk ætli þeim á annað hundrað blaðamönnum sem starfa hér á landi að vera viljalaus verkfæri þessa eða hins. Einhverjir hafa nefnt að aðrir fangar séu ekki í þeirri stöðu að geta kallað til fjölmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það er ekki rétt. Alla jafna hefur það þótt afar áhugavert fréttaefni að taka viðtöl til að gefa innsýn í daglegt líf fanga. Dæmin eru mýmörg. Fyrir stuttu birti Stöð 2 viðtal við konu sem hlotið hafði dóm í fíkniefnamáli. Þá, líkt og nú, var það okkar mat að viðtalið væri fréttnæmt. Þá, líkt og nú, réð eðlilegt fréttamat ferðinni. Nú var tilefnið raunar stærra, því umboðsmaður Alþingis hafði brugðist við kvörtunum fanganna þriggja, sem töldu að brotið hefði verið á rétti sínum í fangelsinu. Ætlar einhver annars að halda því fram að viðtal innan úr fangelsi við menn sem eru vanir allt annars konar umhverfi sé ekki áhugavert? Nú er spurningin, hver sér samsæri í hverju horni? Ljóst er að minnsta kosti að kenningin um stóra samsærið veitir hentugt skjól til að loka augum og eyrum fyrir öllu sem ekki hentar fyrirframgefinni afstöðu til stórra og flókinna mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 fór á dögunum að Kvíabryggju og tók viðtal við þrjá menn sem allir eru í afplánun vegna Al Thani-málsins. Fréttamaðurinn hefur síðan þurft að heyra að greinilegt sé að nú sé í gangi „þaulskipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga“ þar sem miðlar 365 séu þungamiðjan. Starfsbróðir hans á öðrum fjölmiðli telur að viðtalið hafi verið liður í mikilli herferð þeirra sem hafa verið til rannsóknar í hrunmálum. Þessi herferð birtist skipulega í tveimur af stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins. Þessum fjölmiðlum stýri fólk sem hafi lýst því yfir að rannsóknir á efnahagsbrotum séu óþarfar. Vangaveltur á sama grunni mátti svo heyra í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær. Það eru alvarlegar ásakanir að ætla fjölmiðlum að standa í einhvers konar herferð. Sú er svo sannarlega ekki raunin á okkar fréttastofu, þótt á þessum vettvangi hafi stundum birst greinar þar sem varað er við stemningu sem ríkir gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópi. Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rannsaka lögbrot, heldur ábendingar um að stigið skuli varlega til jarðar og hvergi gefinn afsláttur af reglum réttarríkisins. Væntanlega getum við verið sammála um að það sé nauðsynlegt í öllum sakamálum, sem geta haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir frelsi þeirra sem í hlut eiga, fjölskyldur þeirra og vini. Ásakanir um herferð gera lítið úr fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann er raunar þeirrar gerðar að hann tekur slíkt ekki inn á sig – enda standa verk hans fyrir sínu. Engu að síður er rétt að undirstrika, að hvorki hann, né aðrir fréttamenn 365, leggjast svo lágt að gerast peð í herferð manna utan úr bæ. Fréttastofa 365 sannar það á hverjum einasta degi, þótt fólk sjái náttúrulega draug ef það vill sjá draug. Það er gömul saga og ný að fólk ætli þeim á annað hundrað blaðamönnum sem starfa hér á landi að vera viljalaus verkfæri þessa eða hins. Einhverjir hafa nefnt að aðrir fangar séu ekki í þeirri stöðu að geta kallað til fjölmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það er ekki rétt. Alla jafna hefur það þótt afar áhugavert fréttaefni að taka viðtöl til að gefa innsýn í daglegt líf fanga. Dæmin eru mýmörg. Fyrir stuttu birti Stöð 2 viðtal við konu sem hlotið hafði dóm í fíkniefnamáli. Þá, líkt og nú, var það okkar mat að viðtalið væri fréttnæmt. Þá, líkt og nú, réð eðlilegt fréttamat ferðinni. Nú var tilefnið raunar stærra, því umboðsmaður Alþingis hafði brugðist við kvörtunum fanganna þriggja, sem töldu að brotið hefði verið á rétti sínum í fangelsinu. Ætlar einhver annars að halda því fram að viðtal innan úr fangelsi við menn sem eru vanir allt annars konar umhverfi sé ekki áhugavert? Nú er spurningin, hver sér samsæri í hverju horni? Ljóst er að minnsta kosti að kenningin um stóra samsærið veitir hentugt skjól til að loka augum og eyrum fyrir öllu sem ekki hentar fyrirframgefinni afstöðu til stórra og flókinna mála.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun