Innlent

Stór skjálfti við Bárðarbungu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bárðarbunga
Bárðarbunga Vísir
Jarðskjálfti að stærð 3,9 varð í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 16.15 í dag. Í dag hafa mælst nokkrir stórir skjálftar í Bárðarbungu.

Jarðskjálftinn sem varð nú um eftirmiðdegið er með þeim stærstu sem mælst hafa frá goslokum í Holuhrauni. Annars skjálfti að stærð 3,0 varð á svipuðum slóðum klukkan 12:48 í dag og alls hafa sex skjálftar mælst stærri en tveir í dag á svæðinu.

Skjálftarnir í dag fylgja sömu þróun og undanfarna mánuði og áfram veður fylgst með þróun mála. Fjölmargir jarðskjálftar hafa orðið í og við Bárðarbungu á þeim sautján mánuðum sem liðnir eru frá goslokum í Holuhrauni.


Tengdar fréttir

Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 við Bárðarbungu

Jarðskjálfti að stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu upp úr klukkan tvö í nótt. Aðeins einn eftirskjálfti fylgdi. Töluverð skjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðustu vikurnar.

Vísindamenn hafa auga með Bárðarbungu

Aukin jarðskjálftavirkni í og við Bárðarbungu að undanförnu er helst rakin til jarðhræringanna veturinn 2014 til 2015. Fylgst er með jarðhita og mögulegri vatnssöfnun í sigkötlum. Vísindamannaráð almannavarna fundar á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×