Erlent

Stofna flokk gegn skuldasamningi

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Panajotis Lafazanis segir að ógilda verði samkomulagið við Evrópusambandið, jafnvel þótt það kosti útgöngu úr evrusvæðinu.
Panajotis Lafazanis segir að ógilda verði samkomulagið við Evrópusambandið, jafnvel þótt það kosti útgöngu úr evrusvæðinu. vísir/ap
Tuttugu og fimm óánægðir þingmenn SYRIZA-flokksins í Grikklandi hafa stofnað nýjan flokk, sem heitir Þjóðareining.

Helsta markmið nýja flokksins er að berjast gegn skuldasamningnum, sem gerður hefur verið við Evrópusambandið. Samningurinn snýst um frekari lánveitingar til Grikklands gegn aðhaldsaðgerðum og niðurskurði í ríkisfjármálum.

Leiðtogi flokksins verður Panajotis Lafazanis og segir hann að Alexis Tsipras forsætisráðherra, sem er leiðtogi SYRIZA, hafi svikið baráttumál sín með því að semja við Evrópusambandið.

Lafazanis sagði í gær, þegar hann ávarpaði félaga í nýja flokknum, að ógilda yrði þetta samkomulag. Ef það þýddi að Grikkland yrði að kasta evrunni, þá yrði bara svo að vera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×