Íslenski boltinn

Stjörnukonur eru handhafar allra fjögurra titlanna | Myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslands- og bikarmeistararnir úr Garðabænum hafa því þegar unnuð tvo titla á þessu tímabili en þær unnu Lengjubikarinn fyrir átta dögum eftir 3-0 sigur á Breiðabliki í úrslitaleiknum.

Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan.

Stjörnukonur hefja titilvörn sína á móti nýliðum KR á fimmtudaginn í næstu viku en það er ljóst á þessum tveimur sigrum á Blikum með samtals markatölunni 7-1 að það verður erfitt fyrir hin liðin í Pepsi-deild kvenna að stoppa sigurgöngu Stjörnuliðsins.

Stjörnukonur er nú handhafar allra fjögurra titlanna sem keppt er um á vegum KSÍ en þær urðu Íslandsmeistarar 22. september 2014, bikarmeistarar 30. ágúst 2014, Lengjubikarmeistarar 30. apríl 2015 og svo meistarar meistaranna í kvöld 8. maí 2015.

Harpa Þorsteinsdóttir skoraði þrennu þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn, þrennu þegar liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn og tvö mörk í kvöld.

Stjarnan hefur aldrei náð að vinna alla fjóra titlana á einu tímabili en þær unnu þrjá af fjórum í fyrra eða alla nema Meistarakeppnina sem vannst í kvöld.



Harpa Þorsteinsdóttir lyftir hér bikarnum í kvöld.Vísir/Stefán

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×