Innlent

Stjórnmálafræðingur: Fylgið rennur af VG

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

„Við erum að tala um kannski 25% eða minna af Íslendingum styðja þessa ríkisstjórnarflokka. Það segir sig sjálft að slík ríkisstjórn hefur ekki mikið umboð,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, um fylgi stjórnmálaflokkanna. Hún segir fylgið renna af Vinstri grænum.

Hátt í helmingur þjóðarinnar virðist ekki hafa áhuga á að kjósa neinn stjórnmálaflokk, sem nú er í boði og ríkisstjórnarflokkarnir njóta ekki meirihlutafylgis. Þetta eru skilaboð þeirra sem tóku þátt í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna. 46% vildu ekki nefna neinn flokk sem ákjósanlegan.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust rösklega 43% styðja Sjáfstæðisflokkinn, sem fengi 28 þingmenn, eða jafn marga þingmenn og stjórnarflokkarnir fengju samanlagt ef þetta væri niðurstaða kosninga. Flokkurinn bætir verulega við fylgið frá síðustu könnun. Framsóknarflokkurinn bætir líka við sig fylgi fá könnun í september og mælist nú með tæplega 12% fylgi. VG mælist með 16,5%, Samfylkingin fær tæp 26%, og Hreyfingin fær aðeins tvö prósent.  

Rætt var við Stefaníu í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fyrr í dag. Um fylgi VG sagði hún: „Núna virðist þessi mikli stuðningur sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, sem var kannski afleiðing af hruninu og mikilli reiði í þjóðfélaginu, vera að renna til baka."

Vinstri grænir fengu tæp 22% atkvæða í þingkosningunum í apríl 2009.

Stefanía sagði flokkanna njóta álíka stuðnings og birtust gjarnan í skoðanakönnunum fyrir hrun. Niðurstöður skoðunakönnunar Fréttablaðsins væru því kunnuglegar.

Hægt er að hlusta á viðtalið hér.


Tengdar fréttir

Sjálfstæðisflokkurinn nýtur meiri stuðnings en stjórnin

Fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn en Samfylkinguna og Vinstri græn samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Yrðu niðurstöður kosninga í takt við könnunina gætu Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur myndað meirihlutastjórn.

Almenningur virðist enn afhuga stjórnmálaflokkum

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meiri stuðning en stjórnarflokkarnir samanlagt samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Fylgi Vinstri grænna hrynur milli kannana, og verulega dregur úr stuðningi við Hreyfinguna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×