Stjórnarmenn Kaupþings notuðust við bakdyr Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 18:10 Frá Hilton-hótelinu fyrr í dag. Vísir/Ernir Stjórnarfundur eignarhaldsfélagsins Kaupþings, stærsta hluthafa Arion-banka, hófst á Hilton-hótelinu í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Þar verður tekin ákvörðun um bónusgreiðslur til lykilstarfsmanna en slíkar hugmyndir hafa verið harðlegar gagnrýndar undanfarið. Greiðslurnar gætu numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir á milli 50-100 milljónir á mann. Mótmælendur höfðu tekið sér stöðu fyrir utan aðalinngang hótelsins en hittu þó aldrei stjórnarmennina sem notuðust við bakdyr til að komast inn á hótelið. Ekki fengust upplýsingar hjá starfsfólki hótelsins um hvar fundurinn færi fram.Boðberar frá þjóðinni Vísir ræddi við mótmælendurna Sigurð Haraldsson og Leif A. Benediktsson sem höfðu tekið sér stöðu fyrir utan hótelið. Þeir sögðust ávallt reyna að vera þar sem óréttlætið er. „Við erum boðberar frá þjóðinni,“ sögðu þeir hressir í bragði. „Nú er annað hrun framundan og aftur verið að stela," sagði Sigurður í stuttri tölu fyrir utan hótelið þar sem hann jafnframt sagði að mótmælendur ætluðu að stöðva bónusgreiðslur stjórnarmanna Kaupþings. „Við erum hér að mótmæla þessum sjálftökum manna sem komast í katlana þarna, taka eigur og skammta sér mikla bónusa og annað," segir Leifur í samtali við Vísi. „Þeir eru aftur farnir að borga sjálfum sér ofurlaun og svo bónusa ofan á það," segir Sigurður í samtali við Vísi.Lög um bónusgreiðslur mikilvæg Leifur telur mikilvægt að Alþingi setji lög á slíkar bónusgreiðslur. „Það er mikill órói í samfélaginu, þið heyrið það líka bara á Alþingi. Alþingismenn standa nú hver af öðrum upp og vilja setja lög, og það hratt. Það er eins gott að þeir geri það." Sigurður og Leifur sögðu það jafnframt líklegt að stjórnarmenn Kaupþings hafi ekki þorað að mæta mótmælendum. Tengdar fréttir Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32 Gætu fengið hundruð milljóna í bónus Markmið bónuskerfisins er að búa til hvata fyrir umrædda stjórnendur til að hámarka virði óseldra eigna félagsins. 30. ágúst 2016 10:12 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Stjórnarfundur eignarhaldsfélagsins Kaupþings, stærsta hluthafa Arion-banka, hófst á Hilton-hótelinu í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Þar verður tekin ákvörðun um bónusgreiðslur til lykilstarfsmanna en slíkar hugmyndir hafa verið harðlegar gagnrýndar undanfarið. Greiðslurnar gætu numið allt að einum og hálfum milljarði í heildina, sem gerir á milli 50-100 milljónir á mann. Mótmælendur höfðu tekið sér stöðu fyrir utan aðalinngang hótelsins en hittu þó aldrei stjórnarmennina sem notuðust við bakdyr til að komast inn á hótelið. Ekki fengust upplýsingar hjá starfsfólki hótelsins um hvar fundurinn færi fram.Boðberar frá þjóðinni Vísir ræddi við mótmælendurna Sigurð Haraldsson og Leif A. Benediktsson sem höfðu tekið sér stöðu fyrir utan hótelið. Þeir sögðust ávallt reyna að vera þar sem óréttlætið er. „Við erum boðberar frá þjóðinni,“ sögðu þeir hressir í bragði. „Nú er annað hrun framundan og aftur verið að stela," sagði Sigurður í stuttri tölu fyrir utan hótelið þar sem hann jafnframt sagði að mótmælendur ætluðu að stöðva bónusgreiðslur stjórnarmanna Kaupþings. „Við erum hér að mótmæla þessum sjálftökum manna sem komast í katlana þarna, taka eigur og skammta sér mikla bónusa og annað," segir Leifur í samtali við Vísi. „Þeir eru aftur farnir að borga sjálfum sér ofurlaun og svo bónusa ofan á það," segir Sigurður í samtali við Vísi.Lög um bónusgreiðslur mikilvæg Leifur telur mikilvægt að Alþingi setji lög á slíkar bónusgreiðslur. „Það er mikill órói í samfélaginu, þið heyrið það líka bara á Alþingi. Alþingismenn standa nú hver af öðrum upp og vilja setja lög, og það hratt. Það er eins gott að þeir geri það." Sigurður og Leifur sögðu það jafnframt líklegt að stjórnarmenn Kaupþings hafi ekki þorað að mæta mótmælendum.
Tengdar fréttir Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32 Gætu fengið hundruð milljóna í bónus Markmið bónuskerfisins er að búa til hvata fyrir umrædda stjórnendur til að hámarka virði óseldra eigna félagsins. 30. ágúst 2016 10:12 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Vilja leggja himinháa skatta á bónusgreiðslurnar: „Þetta verður að stöðva með öllum ráðum“ Bónusgreiðslur til starfsmanna Kaupþings og gamla Landsbankans voru ræddar á Alþingi í dag. 30. ágúst 2016 14:32
Gætu fengið hundruð milljóna í bónus Markmið bónuskerfisins er að búa til hvata fyrir umrædda stjórnendur til að hámarka virði óseldra eigna félagsins. 30. ágúst 2016 10:12