Viðskipti innlent

Stjórna stórhýsi frá Egilsstöðum

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Björn Ingimarsson bæjarstjóri.
Björn Ingimarsson bæjarstjóri. Mynd/Gunnar Gunnarsson
 Erfiðlega gengur að manna Vinnuskólann á Egilsstöðum og hefur sveitarfélagið því þurft að leita til verktaka til að koma ljá í grasið þar eystra. „Þetta er svo sem bara jákvætt,“ segir Björn Ingimarsson bæjarstjóri. „Atvinnulífið hérna er í svo miklum blóma að unglingarnir hafa úr mörgu að velja og því skila sér færri í Vinnuskólann.“

Hann segir þá sem eldri eru einnig hafa úr miklu að velja þegar kemur að atvinnumálum. Vísar hann þar til dæmis á fyrirtækjasamsteypuna Hugvang en þar eru sex fyrirtæki búin að koma sér saman undir þakinu á gamla Kaupfélagshúsinu á Egilsstöðum.

„Þar af eru tvö hugbúnaðarfyrirtæki sem eru í verkefnum erlendis,“ segir Tjörvi Hrafnkelsson Hugvangsmaður. „Annað þeirra stýrir og hefur eftirlit með loftræstingu, hitastigi og öðru í stórum byggingum í Evrópu.“ Alls hafa fjórtán starfsmenn aðsetur í gamla Kaupfélaginu. Björn segir að þar séu menn í skapandi og lifandi umhverfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×