Bíó og sjónvarp

Star Wars-mynd tekin upp í leyni á Mýrdalssandi

Bjarki Ármannsson skrifar
Stilla úr Rogue One, sem frumsýnd verður í desember 2016.
Stilla úr Rogue One, sem frumsýnd verður í desember 2016. Vísir/Lucasfilm
Tökur á kvikmyndinni Rogue One hafa að undanförnu staðið yfir við Hjörleifshöfða og Hafursey á Mýrdalssandi. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir heimildum. Rogue One, eða Rogue One: A Star Wars Story, er væntanleg mynd úr smiðju framleiðandans Lucasfilm sem gerist í heimi Stjörnustríðsmyndanna og byggir á persónum og atburðum úr honum.

Greint var frá því í síðasta mánuði að myndin yrði að hluta til tekin upp hér á landi. Myndin er ein margra mynda sem nú eru í framleiðslu sem tengjast á einn eða annan hátt Stjörnustríðsheiminum. Sem kunnugt er, var stórmyndin væntanlega The Force Awakens einnig tekin upp á Íslandi að hluta til.

Að því er RÚV greinir frá ríkir mikil leynd yfir tökunum og hefur íslenska fyrirtækið Truenorth, sem er bandaríska tökuliðinu innan handar, stofnað sérstakt framleiðslufyrirtæki undir heitinu Space Bear til að halda utan um verkefnið. Tökustaðirnir eru á hinu einstaka landssvæði á Mýrdalssandi þar sem Noah, kvikmynd Darren Aronofsky, var meðal annars að hluta tekin upp. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×