Stærsti samningur um fjárfestingar frá 2003 Kristján Már Unnarsson skrifar 24. mars 2015 19:16 Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Allt að 440 störf verða í fyrirtækinu en áformað er að framkvæmdir hefjist í Hvalfirði í sumar. Ráðamenn bandaríska fyrirtækisins kynntu áform sín á Grundartanga í fyrravor þegar þeir undirrituðu lóðarsamning við Faxaflóahafnir. Í dag var svo komið að því að undirrita stærsta samninginn í þessu 120 milljarða króna verkefni, samning Silicor Materials við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar fyrir 60 til 70 milljarða króna.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí í fyrra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Við upphaf athafnarinnar í húsakynnum KPMG við Borgartún í Reykjavík færði þýski forstjórinn, Guido Kleinschmidt, þeim bandaríska, Terry Jester, teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju. Hún verður að því leytinu ólík öðrum áformuðum kísilverksmiðjum hérlendis að hún verður á næsta þrepi fyrir ofan og hreinvinnur kísil til nota í sólarrafhlöður. Það er til marks um umfang þessa verkefnis að þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis frá því samningar um álver Alcoa voru undirritaðir á Reyðarfirði árið 2003.Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, og John Correnti, handsala samningsskilmála vegna lóðar á Grundartanga í fyrra. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, að menn sjái fyrstu framkvæmdir á Grundartanga í sumar við vegagerð að svæðinu og hafnargerð. „Síðan mun byggingarvinnan sjálf hefjast í lok árs eða byrjun þess næsta,“ sagði hún. Undirritunin í dag þýðir að hægt verður að ljúka samningum um fjármögnun. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji rekstur í árslok 2017 og að starfsmannafjöldi verði milli 400 og 440 manns. Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis í tólf ár var undirritaður í dag, samningur um smíði tækjabúnaðar fyrir sólarkísilverksmiðju Silicor Materials á Grundartanga. Allt að 440 störf verða í fyrirtækinu en áformað er að framkvæmdir hefjist í Hvalfirði í sumar. Ráðamenn bandaríska fyrirtækisins kynntu áform sín á Grundartanga í fyrravor þegar þeir undirrituðu lóðarsamning við Faxaflóahafnir. Í dag var svo komið að því að undirrita stærsta samninginn í þessu 120 milljarða króna verkefni, samning Silicor Materials við þýska félagið SMS Siemag um smíði vélbúnaðar fyrir 60 til 70 milljarða króna.Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, á lóðinni á Katanesi við Grundartanga í lok maí í fyrra.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Við upphaf athafnarinnar í húsakynnum KPMG við Borgartún í Reykjavík færði þýski forstjórinn, Guido Kleinschmidt, þeim bandaríska, Terry Jester, teikningu af fyrirhugaðri verksmiðju. Hún verður að því leytinu ólík öðrum áformuðum kísilverksmiðjum hérlendis að hún verður á næsta þrepi fyrir ofan og hreinvinnur kísil til nota í sólarrafhlöður. Það er til marks um umfang þessa verkefnis að þetta er stærsti samningur sem gerður hefur verið um fjárfestingar hérlendis frá því samningar um álver Alcoa voru undirritaðir á Reyðarfirði árið 2003.Gísli Gíslason, hafnastjóri Faxaflóahafna, og John Correnti, handsala samningsskilmála vegna lóðar á Grundartanga í fyrra. Framkvæmdir eiga að hefjast í sumar.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði Terry Jester, forstjóri Silicor Materials, að menn sjái fyrstu framkvæmdir á Grundartanga í sumar við vegagerð að svæðinu og hafnargerð. „Síðan mun byggingarvinnan sjálf hefjast í lok árs eða byrjun þess næsta,“ sagði hún. Undirritunin í dag þýðir að hægt verður að ljúka samningum um fjármögnun. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji rekstur í árslok 2017 og að starfsmannafjöldi verði milli 400 og 440 manns.
Tengdar fréttir "Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00 Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54 Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
"Erum að spyrna okkur hressilega frá botninum“ Samningar um tvö stórfyrirtæki í kísiliðnaði voru undirritaðir í dag og eru nú horfur á að fjögur ný kísilver rísi á Íslandi á næstu þremur árum. 28. maí 2014 19:00
Silicor fær 35 megavött frá Orku náttúrunnar Verksmiðjan þarf 80 megavött af raforku í fullum afköstum. Viðræður við Landsvirkjun um 45 megavött. Fjármögnun verkefnisins komin vel áleiðis að sögn Arion banka. 16. júlí 2014 10:54
Fyrsti áfanginn í miklum framkvæmdum á Íslandi Fyrsta skóflustunga að kísilveri United Silicon í Helguvík var tekin í dag og framkvæmdin sett á fullt með fyrstu sprengingu. 27. ágúst 2014 19:15