Staðráðin í að redda nýju tjaldi fyrir Októberfest Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. september 2015 10:38 Tjaldið liggur nú niðri en SHÍ ætlar sér að finna annað tjald svo halda megi Októberfest í ár. vísir/vilhelm Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp á þriðjudagskvöld tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. Tjaldið var á grasfleti skammt frá Norræna húsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem það verður fyrir barðinu á óveðri. Það gerðist seinast í fyrra en nú brotnaði miðjusúla tjaldsins í tvennt og það liggur niðri. Ungmennafélag Íslands á tjaldið. „Við vorum með þrjá stúdentaráðsfulltrúa á vakt í nótt að gæta að tjaldinu. Það var verið að reyna að halda hælunum niðri og leggja bílum fyrir vindinn til að dreifa álaginu en það gekk ekki nógu vel. Svo sáu þeir sem voru þarna á staðnum fram á að tjaldið færi bara af stað þannig að það var hringt á björgunarsveitina um þrjúleytið og það kom hellingur af fólki til að hjálpa þeim,“ segir Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. Það fór þá ekki betur en svo að tjaldið fauk á bíl björgunarsveitarinnar sem kom á vettvang og skemmdist bíllinn töluvert. Slysavarnarfélagið Landsbjörg deilir myndum af bílnum á Facebook-síðu sinni en á þeim sést að framrúða bílsins brotnaði. Landsbjörg veltir því svo upp á hver haldi Októberfest í september. Upphaflega var hátíðin reyndar haldin í október en ákveðið var að færa hana fram í september, meðal annars vegna þess að óveður í október settu ítrekað strik í reikninginn. Það virðist þó ekki hlaupið að því yfir höfuð að halda svona hátíð að hausti til í Reykjavík. Stúdentaráð lætur það þó ekki á sig fá. „Við ætlum okkur að halda Októberfest um helgina, það er engin spurning með það. Nú erum við bara á fullu í því að græja nýtt tjald svo hátíðin geti hafist á morgun,“ segir Tryggvi að lokum.Bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mikið skemmdur eftir að Októberfesttjald HÍ fauk á hann. Vekur upp ýmsar spurningar, eins og t.d: Hver heldur Októberfest í september?Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015 Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) hefst á morgun en babb kom í bátinn í nótt þegar risatjald sem sett hafði verið upp á þriðjudagskvöld tókst á loft í storminum sem geisaði á höfuðborgarsvæðinu. Tjaldið var á grasfleti skammt frá Norræna húsinu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem það verður fyrir barðinu á óveðri. Það gerðist seinast í fyrra en nú brotnaði miðjusúla tjaldsins í tvennt og það liggur niðri. Ungmennafélag Íslands á tjaldið. „Við vorum með þrjá stúdentaráðsfulltrúa á vakt í nótt að gæta að tjaldinu. Það var verið að reyna að halda hælunum niðri og leggja bílum fyrir vindinn til að dreifa álaginu en það gekk ekki nógu vel. Svo sáu þeir sem voru þarna á staðnum fram á að tjaldið færi bara af stað þannig að það var hringt á björgunarsveitina um þrjúleytið og það kom hellingur af fólki til að hjálpa þeim,“ segir Tryggvi Másson, hagsmuna-og lánasjóðsfulltrúi SHÍ. Það fór þá ekki betur en svo að tjaldið fauk á bíl björgunarsveitarinnar sem kom á vettvang og skemmdist bíllinn töluvert. Slysavarnarfélagið Landsbjörg deilir myndum af bílnum á Facebook-síðu sinni en á þeim sést að framrúða bílsins brotnaði. Landsbjörg veltir því svo upp á hver haldi Októberfest í september. Upphaflega var hátíðin reyndar haldin í október en ákveðið var að færa hana fram í september, meðal annars vegna þess að óveður í október settu ítrekað strik í reikninginn. Það virðist þó ekki hlaupið að því yfir höfuð að halda svona hátíð að hausti til í Reykjavík. Stúdentaráð lætur það þó ekki á sig fá. „Við ætlum okkur að halda Októberfest um helgina, það er engin spurning með það. Nú erum við bara á fullu í því að græja nýtt tjald svo hátíðin geti hafist á morgun,“ segir Tryggvi að lokum.Bíll Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík mikið skemmdur eftir að Októberfesttjald HÍ fauk á hann. Vekur upp ýmsar spurningar, eins og t.d: Hver heldur Októberfest í september?Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Wednesday, 9 September 2015
Tengdar fréttir Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Um 50 tóku þátt í aðgerðum björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu í nótt Fjöldi trampólína fuku og fundu sér stað upp í trjám, á bílum, ljósastaurum og húsþökum. 9. september 2015 08:05