Spyr hvort hann eigi að gjalda þess að vera vinur Illuga Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2015 16:55 „Illugi bað mig um að taka þar sæti á sínum tíma, sem ég og gerði. Og er stoltur af því og að vera vinur hans til margra ára,“ -- segir Eiríkur Finnur Greipsson. Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar af málum menntamálaráðherra fyrir neðan allar hellur. Eiríkur tjáði þessa skoðun sína í athugasemdakerfi Illuga þá er hann birti brot úr skattaskýrslu sinni á Facebook. Sjá ítarlega umfjöllun Vísis hér: Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni. Eftirfarandi skrifaði Eiríkur á Facebookvegg menntamálaráðherra:Ég hef unnið með og þekkt Illuga frá unglingsárum hans og Brynhildi hef ég þekkt frá fæðingu. Þau eru reyndar miklir vinir okkar hjóna og verða. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hversu lágkúrulegum vinnubrögðum er unnt að beita til þess eins að afla sér tekna og lífsviðurværis af útgáfu fréttamiðils eins og Stundarinnar, og skeyta í engu um mannorð heiðarlegs og duglegs fólks. Hver skyldi verða næstur fyrir aftökusveitina? Eiríkur Finnur situr í stjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins en hann var skipaður þangað á þessu ári. „Ég skil reyndar ekki samhengið, en Illugi bað mig um að taka þar sæti á sínum tíma, sem ég og gerði. Og er stoltur af því og að vera vinur hans til margra ára,“ segir Eiríkur Finnur í samtali við Vísi.Er honum óheimilt að skipa vini sína? Vísir spurði hvort það orkaði hugsanlega tvímælis, og gæti flokkast sem einhvers konar vinahygli að skipa hann þá í ljósi þess að hann er vinur hans og þeirra hjóna til ára og áratuga? „Er honum óheimilt að skipa vini sína? Eru þeir vanhæfir þar með? Ég spyr nú bara svo á móti.“ Blaðamaður Vísis spurði Eirík Finn nánar út í ummæli hans um blaðamenn Stundarinnar, hvort þetta mættu ekki heita stór orð. Eiríkur Finnur telur svo ekki vera, honum finnst þetta hreinlega ... „að verið sé að reyna að skapa sér til lífsviðurværi með því að læða inn hugmyndum hjá fólki að eitthvað misjafnt sé á ferð. Það finnst mér lágkúrulegt. Í þessu máli er það alveg skýrt. Ömurlega dapurlegt, það er búið að fjarviðrast og blása þetta litla má út. Um mál þeirra hjóna og einkalíf. Það finnst mér ömurlegt. Og ekkert óeðlilegt þó maður reyni að grípa til varna fyrir sína vina.“Ekki að tala um blaðamenn, heldur blaðamenn Stundarinnar Blaðamaður Vísis spurði Eirík Finn hvort hann, sem stjórnarmaður í RÚV, áttaði sig ekki á því að blaðamenn Stundarinnar störfuðu samkvæmt siðareglum blaðamanna og þarna væri þá verið að saka þá um brot á þeim? Eiríkur Finnur sagðist ekkert vita um það. „Ég er ekki að tala um blaðamenn, ég er að tala um blaðamenn Stundarinnar. Ég hlýt að mega hafa skoðanir þó ég sitji í stjórn RÚV. Og það starfa blaðamenn víðar en á Stundinni. Er ég eitthvað að tala um blaðamenn almennt?“ sagði Eiríkur Finnur. Hann benti þá á að stjórn RÚV sé fyrst og fremst rekstrarfélag, þar sé ekki fjallað um störf fréttamanna og hvað faglegt megi heita í þeim efnum. Eiríkur Finnur, sem er tæknifræðingur og starfar hjá fasteignafélaginu Gamma, nefndi sem dæmi að þó talað væri um tæknifræðinga tiltekins félags þá væri ekki þar með verið að tala um tæknifræðinga alla, sem stétt.Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on 14. október 2015 Tengdar fréttir Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni Blaðamenn Stundarinnar segja Illuga svara út í hött, hann talar um B við fréttum um A. 15. október 2015 09:02 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Eiríkur Finnur Greipsson, stjórnarmaður í RÚV og vinur Illuga Gunnarssonar, telur fréttaflutning Stundarinnar af málum menntamálaráðherra fyrir neðan allar hellur. Eiríkur tjáði þessa skoðun sína í athugasemdakerfi Illuga þá er hann birti brot úr skattaskýrslu sinni á Facebook. Sjá ítarlega umfjöllun Vísis hér: Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni. Eftirfarandi skrifaði Eiríkur á Facebookvegg menntamálaráðherra:Ég hef unnið með og þekkt Illuga frá unglingsárum hans og Brynhildi hef ég þekkt frá fæðingu. Þau eru reyndar miklir vinir okkar hjóna og verða. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hversu lágkúrulegum vinnubrögðum er unnt að beita til þess eins að afla sér tekna og lífsviðurværis af útgáfu fréttamiðils eins og Stundarinnar, og skeyta í engu um mannorð heiðarlegs og duglegs fólks. Hver skyldi verða næstur fyrir aftökusveitina? Eiríkur Finnur situr í stjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins en hann var skipaður þangað á þessu ári. „Ég skil reyndar ekki samhengið, en Illugi bað mig um að taka þar sæti á sínum tíma, sem ég og gerði. Og er stoltur af því og að vera vinur hans til margra ára,“ segir Eiríkur Finnur í samtali við Vísi.Er honum óheimilt að skipa vini sína? Vísir spurði hvort það orkaði hugsanlega tvímælis, og gæti flokkast sem einhvers konar vinahygli að skipa hann þá í ljósi þess að hann er vinur hans og þeirra hjóna til ára og áratuga? „Er honum óheimilt að skipa vini sína? Eru þeir vanhæfir þar með? Ég spyr nú bara svo á móti.“ Blaðamaður Vísis spurði Eirík Finn nánar út í ummæli hans um blaðamenn Stundarinnar, hvort þetta mættu ekki heita stór orð. Eiríkur Finnur telur svo ekki vera, honum finnst þetta hreinlega ... „að verið sé að reyna að skapa sér til lífsviðurværi með því að læða inn hugmyndum hjá fólki að eitthvað misjafnt sé á ferð. Það finnst mér lágkúrulegt. Í þessu máli er það alveg skýrt. Ömurlega dapurlegt, það er búið að fjarviðrast og blása þetta litla má út. Um mál þeirra hjóna og einkalíf. Það finnst mér ömurlegt. Og ekkert óeðlilegt þó maður reyni að grípa til varna fyrir sína vina.“Ekki að tala um blaðamenn, heldur blaðamenn Stundarinnar Blaðamaður Vísis spurði Eirík Finn hvort hann, sem stjórnarmaður í RÚV, áttaði sig ekki á því að blaðamenn Stundarinnar störfuðu samkvæmt siðareglum blaðamanna og þarna væri þá verið að saka þá um brot á þeim? Eiríkur Finnur sagðist ekkert vita um það. „Ég er ekki að tala um blaðamenn, ég er að tala um blaðamenn Stundarinnar. Ég hlýt að mega hafa skoðanir þó ég sitji í stjórn RÚV. Og það starfa blaðamenn víðar en á Stundinni. Er ég eitthvað að tala um blaðamenn almennt?“ sagði Eiríkur Finnur. Hann benti þá á að stjórn RÚV sé fyrst og fremst rekstrarfélag, þar sé ekki fjallað um störf fréttamanna og hvað faglegt megi heita í þeim efnum. Eiríkur Finnur, sem er tæknifræðingur og starfar hjá fasteignafélaginu Gamma, nefndi sem dæmi að þó talað væri um tæknifræðinga tiltekins félags þá væri ekki þar með verið að tala um tæknifræðinga alla, sem stétt.Vegna fréttar Stundarinnar frá því í dag, sem byggð er á ónafngreindum heimildarmanni, hef ég ákveðið að stíga það skref...Posted by Illugi Gunnarsson on 14. október 2015
Tengdar fréttir Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni Blaðamenn Stundarinnar segja Illuga svara út í hött, hann talar um B við fréttum um A. 15. október 2015 09:02 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Stundin sökuð um subbulegar árásir á Illuga eftir að hann birti brot úr skattaskýrslu sinni Blaðamenn Stundarinnar segja Illuga svara út í hött, hann talar um B við fréttum um A. 15. október 2015 09:02
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent