Erlent

Sprengjuárás í Ankara: 30 látnir eftir að tvær sprengjur sprungu á friðarsamkomu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hér má sjá hvar önnur sprengjan sprakk.
Hér má sjá hvar önnur sprengjan sprakk. Vísir/AFP
Tvær sprengjur sprungu í Ankara, höfuðborg Tyrklands í morgun. Talið er að 30 hafi látist og 126 særst í sprengingunum. Talið er víst að um sprengjuárás hafi verið að ræða.

Sprengjan sprakk á friðarsamkomu í höfuðborginni þar sem samankominn var fjöldi fólks. Sprengjurnar sprungu með nokkurra mínútna millibili í grennd við lestarstöðina í Ankara.

Friðarsamkoman var skipulögð af samtökum sem tengjast vinstri sinnuðum stjórnmálahreyfingum. HDP-flokkurinn, sem styður baráttu Kúrda gegn Tyrkjum og komst inn á þing í fyrsta sinn í nýafstöðnum þingkosningum í Tyrklandi var meðal skipuleggjanda samkomunnar.

Embættismaður innan tyrknesku stjórnkerfisins sagði að yfirvöld litu á atvikið sem hryðjuverkaárás og verið væri að rannsaka hvort um sjálfsmorðssprengjur hefði verið um að ræða.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af því þegar önnur sprengjan springur.

Ankara'da yaşanan patlama böyle görüntülendi!

Posted by Radikal.com.tr on Saturday, 10 October 2015

Tengdar fréttir

Boðar til kosninga í Tyrklandi

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti virðist veðja á að í þessari tilraun takist flokki hans að ná meirihluta. Nýhafinn hernaður gegn Kúrdum hjálpar eflaust til við að auka fylgið.

Formaður segir Tyrki ætla að ráðast á Kúrda í Sýrlandi

Formaður flokks Kúrda á Tyrkjaþingi gagnrýnir áform um að bola ISIS burt frá landamærunum við Sýrland. Tyrkir sagðir nota stríðið gegn ISIS til að fela árásir á Kúrda. Kúrdar stýra núna stórum hluta landamæranna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×