Erlent

Sprenging varð til þess að gat rifnaði á vélina

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
YND/HARUN MARUF Á TWITTEr.
Yfirvöld í Sómalíu hafa staðfest að sprengja hafi valdið því að gat rifnaði á flugvélaskrokk farþegaþotu skömmu eftir flugtak frá Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, á þriðjudag. Nokkrir hafa verið handteknir í tengslum við árásina.

Einn lést og tveir slösuðust í árásinni, en alls voru sextíu manns um borð. Talið er að maðurinn sem lést hafi sogast út um gatið sem myndaðist.

Sprengingin hafði ekki áhrif á stýrikerfi vélarinnar þannig að flugstjóranum tókst að nauðlenda henni.

Málið er í rannsókn að sögn samgöngu- og flugmálaráðherra Sómalíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×