Skoðun

Spilling ráðherra

Páll Magnússon skrifar
Að ráðherra þiggi fjárhagslegan greiða úr hendi óskyldra aðila vegna persónulegra vandamála þarf ekki að vera spilling. Að ráðherra noti stöðu sína til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum fyrirtækis og eiganda þess í útlöndum þarf heldur ekki að vera spilling.

En ef sá sem fyrirgreiðslu ráðherrans naut er sá hinn sami og leysti úr persónulegum fjárhagsvanda hans er um að ræða eins kristaltæra pólitíska spillingu og hún getur orðið. Sú framganga gæti raunar tilheyrt dæmasafni í handbók um pólitískt siðleysi.

Ráðherra getur ekki notað stöðu sína sem slíkur til að greiða fyrir viðskiptahagsmunum einstaklings eða fyrirtækis sem skömmu áður hefur rétt honum fjárhagslega, persónulega, hjálparhönd. Þetta hlýtur að vera öllum ljóst, jafnvel á Íslandi. Á Vesturlöndum víkur slíkur ráðherra.

Allt annað sem hengt hefur verið á þetta mál í umræðu síðustu daga eru aukaatriði og utan við meginefni þess. Eftir stendur hin pólitíska spilling ein og hrein. Fráleitust er staðhæfingin um að eldri atbeini annarra ráðherra fyrir þetta sama fyrirtæki sé sama eðlis. Það er hann ekki. Í hann vantar andlagið; þeir ráðherrar fengu ekkert í staðinn, eftir því sem best er vitað. Í því felst eðlismunurinn.

Ráðherra sem hefur gert sig beran að ofangreindu ætti að sýna þjóðinni – og flokknum sínum – þá kurteisi að segja sig frá ráðherradómi og þingmennsku.

Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×