Viðskipti innlent

Spá minni tekjum hjá Marel

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels.
Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels. Vísir/ Anton Brink.
IFS greining gerir ráð fyrir að tekjur Marels á öðrum ársfjórðungi verði um 1240 milljónum krónum lægri en þær voru á sama tímabili í fyrra. Tekjurnar námu 27,6 milljörðum króna á öðrum fjórðungi í fyrra en gert er ráð fyrir að þær verði 26,4 milljarðar króna núna.  IFS gerir ráð fyrir að tekjurnar verði 102,1 milljarðar króna á árinu í heild en þær voru 102,6 milljarðar í fyrra.

IFS segir að spár séu býsna óvissar við þær aðstæður umtalsverðra umbreytinga sem nú ríkja á hjá Marel og gerir ráð fyrir um 14 milljóna evra umbreytingakostnaði hjá félaginu á árinu sem deilist jafnt á fjórðunga. Sjálft hefur félagið gefið út að þessi kostnaður sé áætlaður um 20-25 milljónir evra á árunum í ár og næsta ár. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×