Enski boltinn

Song ekki valinn í landslið Kamerún

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Song hefur spilað vel fyrir West Ham á tímabilinu.
Song hefur spilað vel fyrir West Ham á tímabilinu. vísir/getty
Stuðningsmenn West Ham United fengu góða jólagjöf í gær þegar í ljós kom að miðjumaðurinn Alex Song fer ekki á Afríkumótið í Miðbaugs-Gíneu sem byrjar um miðjan janúar.

Volker Finke valdi Song ekki í 23 manna landsliðshóp Kamerún, en Song hefur ekki spilað fyrir þjóð sína síðan hann var rekinn af velli í leik gegn Króatíu á HM í Brasilíu í sumar. Landsliðshóp Kamerún má sjá í heild sinni hér að neðan.

Song er leikmaður Barcelona, en hann gekk til liðs við West Ham á láni í haust og hefur átt stóran þátt í frábæru gengi Hamranna á tímabilinu.

Lærisveinar Sams Allardyce sitja í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en þeir sækja topplið Chelsea heim á öðrum degi jóla.

Leikur Chelsea og West Ham hefst klukkan 12:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.


Tengdar fréttir

Króatía valtaði yfir agalausa Kamerúna

Mexíkó og Króatía munu mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum HM. Það varð ljóst eftir að Króatía valtaði yfir Kamerún, 4-0, í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×