Erlent

Sólarorkuvélin lendir í Havaí í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Flugmaður vélarinnar hefur nú þegar sett met fyrir lengsta flug einn síns liðs.
Flugmaður vélarinnar hefur nú þegar sett met fyrir lengsta flug einn síns liðs. Vísir/AFP
Sólarorkuknúna flugvélin Solar Impulse er nú að nálgast áfangastað sinn í Havaí. Vélin tók á loft í Japan fyrir rúmum fjórum sólarhringum síðan og hefur engin flugmaður flogið jafn lengi einn síns liðs og flugmaður vélarinnar.

Gert er ráð fyrir að lent verði í Havaí um klukkan 16 í dag að íslenskum tíma en reiknað er með að ferðalagið taki í heild sína 120 klukkustundir.

Flugmaður vélarinnar hefur verið vakandi lengstan þann tíma sem flugið hefur tekið en hann hefur einungis tekið sér 20 mínútna blunda í einu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×