Sóknarprestur er sammála Siðmennt 25. júlí 2013 07:00 Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grundvallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagnrýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum“ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar.“ Hér endurtekur Gunnar í raun það sem ég sagði í minni síðustu grein (Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag) þar sem ég lagði sérstaka áherslu á að í veraldlegu samfélagi fer hvorki fram boðun á trú né lífsskoðun í opinberu rými: „Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými.“ Og: „Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki uppi á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt, þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir, en ekki boðun.“Litaður lesskilningur Við Gunnar erum því alveg sammála. Það eina sem ég vil gagnrýna er þörf Gunnars á að stimpla veraldlega lífsskoðun Siðmenntar sem „trúarlega“. Trúleysi er ekki trú frekar en að safna ekki frímerkjum er áhugamál. Satt best að segja veit ég ekki hvað Gunnar er ósáttur við í stefnu Siðmenntar. Hann segist geta lesið „út úr yfirlýsingu Siðmenntar“ eitthvað sem „gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar“. Ég hef ekki hugmynd um hvað Gunnar er að vísa í hér og grunar mig helst að þessi lesskilningur hans sé litaður af fyrir fram skoðun hans á Siðmennt og stefnu félagsins. Að lokum hvet ég sem flesta til að kynna sér stefnu Siðmenntar en hana er að finna á vefsíðu félagsins, sidmennt.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Sóknarpresturinn Gunnar Jóhannesson fjallar enn um trúfrelsisstefnu Siðmenntar í Fréttablaðinu 18. júlí síðastliðinn. Það sem vakti mest athygli mína við nýjustu grein Gunnars er að hann virðist algjörlega sammála grundvallarstefnu Siðmenntar sem hann er þó að gagnrýna: „Ég tek sannarlega undir það að hinu opinbera skuli ekki stjórnað á tilteknum trúarlegum forsendum sem bindandi séu fyrir alla þegna, að því gefnu að með „trúarlegum forsendum“ sé ekki eingöngu átt við lífsskoðanir sem byggja á guðstrú heldur einnig þær sem grundvallast á guðleysi, enda eru þær í eðli sínu trúarlegar.“ Hér endurtekur Gunnar í raun það sem ég sagði í minni síðustu grein (Sóknarprestur misskilur hugtökin trúfrelsi og veraldlegt samfélag) þar sem ég lagði sérstaka áherslu á að í veraldlegu samfélagi fer hvorki fram boðun á trú né lífsskoðun í opinberu rými: „Með veraldlegu samfélagi er reynt að tryggja að opinberar stofnanir séu ekki grundvallaðar á ákveðinni trú eða lífsskoðun. Í veraldlegu samfélagi fer ekki fram boðun á ákveðinni trú eða lífsskoðun á vegum hins opinbera eða í opinberu rými.“ Og: „Í veraldlegu samfélagi eru opinberar stofnanir hlutlausar þegar kemur að lífsskoðunum. Þar hanga ekki uppi á vegg boðorðin tíu og ekki heldur stefnuskrá Siðmenntar. Þar starfa ekki einstaklingar sem hafa það hlutverk að kristna einstaklinga og ekki heldur guðleysingjar frá Siðmennt sem vinna við að sannfæra fólk um gildi trúleysis og húmanisma. Í opinberum skólum fer fram fræðsla um ýmislegt, þar á meðal um trúarbrögð og lífsskoðanir, en ekki boðun.“Litaður lesskilningur Við Gunnar erum því alveg sammála. Það eina sem ég vil gagnrýna er þörf Gunnars á að stimpla veraldlega lífsskoðun Siðmenntar sem „trúarlega“. Trúleysi er ekki trú frekar en að safna ekki frímerkjum er áhugamál. Satt best að segja veit ég ekki hvað Gunnar er ósáttur við í stefnu Siðmenntar. Hann segist geta lesið „út úr yfirlýsingu Siðmenntar“ eitthvað sem „gengur þvert á allar hugmyndir um frelsi manna til sannfæringar, skoðana, trúar og tjáningar“. Ég hef ekki hugmynd um hvað Gunnar er að vísa í hér og grunar mig helst að þessi lesskilningur hans sé litaður af fyrir fram skoðun hans á Siðmennt og stefnu félagsins. Að lokum hvet ég sem flesta til að kynna sér stefnu Siðmenntar en hana er að finna á vefsíðu félagsins, sidmennt.is.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar