Handbolti

Snorri: Gætum hlaupið Kínamúrinn undir heimsmetinu

Henry Birgir Gunnarsson í Peking skrifar
Snorri Steinn fagnar sigrinum sæta.
Snorri Steinn fagnar sigrinum sæta. Mynd/Vilhelm
„Í rauninni var þetta alveg ótrúlegur leikur af okkar hálfu. Það kom smá kafli í seinni hálfleik þar sem við fengum á okkur brottvísanir og þeir komast inn í leikinn. Við þjöppuðum okkur þá vel saman, unnum okkur út úr vandræðunum og kláruðum leikinn nánast sannfærandi. Trúin og krafturinn í þessu liði er ótrúleg og við gætum nánast hlaupið Kínamúrinn undir heimsmetinu ef við vildum," sagði Snorri Steinn Guðjónsson skælbrosandi eftir sigurinn á Pólverjum.

Snorri gengur undir nafninu bjargvætturinn í Peking en hann þurfti ekki að bjóða upp á úrslitamark að þessu sinni.

„Það var engin þörf á Tóta Kristjáns í þessum leik. Hann fékk smá frí í dag. Það var ágætt," sagði Snorri og hlaup sigri fagnandi inn í klefa.




Tengdar fréttir

Ísland spilar um verðlaun á Ólympíuleikunum

Ísland vann glæsilegan sigur á Pólverjum í fjórðungsúrslitum handboltakeppni karla á Ólympíuleikunum í Peking, 32-30. Ísland spilar þar með um verðlaun á leikunum.

Alexander: Ég trúi þessu varla

„Þvílíkur leikur og við höfðum trú á okkur allan tímann. Það lögðust allir á eitt því við viljum svo innilega láta drauminn rætast sem er að vinna medalíu. Við sýndum hverslags lið við erum í þessum leik. Við erum með rosalega gott lið,“ sagði járnmaðurinn Alexander Petersson og brosti allan hringinn.

Sigfús: Medalían er á leiðinni

„Mér líður rosalega vel og er ekkert smá stoltur af strákunum. Diddi [Ingimundur] og Sverre voru að vinna eins og brjálaðir menn í dag. Drápu allt sem kom inn á miðjuna og Bjöggi alveg brjálaður á bakvið. Það voru allir flottir í dag,“ sagði skógarbjörninn Sigfús Sigurðsson kampakátur eftir sigurinn á Pólverjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×